Hoppa yfir valmynd

Greining á útgjöldum

Rekstur og fjárfestingar

Mælaborðið sýnir yfirlit rekstrarafkomu þeirra málefnasviða og málaflokka sem utanríkisráðherra ber ábyrgð á. Taflan sýnir raungjöld, rekstur og tilfærslur í milljónum króna að frádregnum rekstrartekjum í samanburði við áætlanir ársins 2022 ásamt uppsöfnuðum frávikum frá fyrri árum.

Frávikagreining – málefnasvið og málaflokkar 2022

Heildarútgjöld, þ.e. samanlögð rekstrar- og fjárfestingarútgjöld þeirra málefnasviða og málaflokka sem utanríkisráðuneytið ber ábyrgð á námu 25.257,0 m.kr. á síðasta ári. Heildarfjárheimildir samkvæmt fjárlögum og fjáraukalögum fyrir árið 2022 að viðbættum millifærslum og framlögum vegna afskrifta og fjármagni sem flutt var frá fyrra ári voru 25.385,7 m.kr. Heildarafkoman eins og hún birtist í árslok 2022 var því jákvæð sem nemur 128,7 m.kr. Af þeirri fjárhæð eru 335 m.kr. neikvæð afkoma málaflokksins 4.50 Samningsbundin framlög vegna fjölþjóðasamstarfs. Lokastaða þessa liðar er felld niður í árslok. Að teknu tilliti til þessa er jákvæð afkoma í árslok 464,2 m.kr., þar af eru 803,2 m.kr. fluttar fjárheimildir frá árinu 2021. 

Málefnasvið 4 Utanríkismál

4.10 Utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála

Heildarfjárheimild málaflokksins nam 6.953.4 m.kr. að teknu tilliti til fluttra fjárheimilda frá fyrra ári sem námu 552,9 m.kr. Rekstrarafkoma innan ársins var jákvæð sem nemur 288,2 m.kr. eða sem nemur um 4% af fjárheimild ársins. 

Mestu frávikin voru á fjárlagaliðunum 03-300 Sendiráð Íslands og 03-190 Ýmis verkefni, en á 03-300 Sendiráð Íslands var afkoman jákvæð sem nemur 241,5 m.kr. Fluttar fjárheimildir frá fyrra ári námu 425,3 m.kr. og afkoma innan ársins var neikvæð um 183,8 m.kr., sem skýrist að mestu vegna tafa sem urðu á framkvæmd ýmissa verkefna, viðburðum og viðhaldsframkvæmdum vegna COVID-19. Gengis- og verðlagsbætur námu 12,7 m.kr. Á fjárlagaliðnum 03-190 Ýmis verkefni var afkoma ársins jákvæð sem nemur 55,6 m.kr. Frávikið skýrist fyrst og fremst af því að útgjöld vegna ferðakostnaðar og fundahalda voru lægri en áætlað var, áætluðum ferðakostnaði og fundahöldum sem ekki féllu til vegna ferðatakmarkana sem og breyttum aðferðum í framkvæmd verkefna tengdum við formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, sem notið hefur sérstakrar fjármögnunar. Hluti verkefna sem áformuð voru vegna formennskunnar færast yfir á árið 2023. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að þessi afgangur nýtist í önnur framhaldsverkefni norðurslóðasamstarfs á árunum 2022 og 2023.

Ráðstöfun varasjóðs

Einn varasjóður er fyrir bæði málefnasviðin og fellur hann undir málaflokkinn Utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála. Í upphafi árs 2022 var sjóðurinn 113 m.kr. og var 33 m.kr ráðstafað á fjárlagaviðfangið 03-101-101 Utanríkisráðuneytið, aðalskrifstofa til að mæta óvæntum útgjöldum og liðlega 80 m.kr. á fjárlagalið 03-111-101 Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins vegna uppsafnaðs fráviks.

4.20 Utanríkisviðskipti

Fjárheimild málaflokksins var 885 m.kr. á árinu 2022. Undir málaflokkinn falla einungis framlög til Íslandsstofu, sjálfseignarstofnunar. Engin fjárfestingaútgjöld falla undir málaflokkinn. Rekstrargjöld málaflokksins voru í samræmi við áætlun ársins og þar sem engar fjárheimildir voru fluttar á milli ára var afkoma ársins í jafnvægi. 

4.30 Samstarf um öryggis- og varnarmál

Heildarfjárheimild málaflokksins var 3.770,6 m.kr., þar af var fjárheimild ársins 3.575,7  m.kr. og 194,9 m.kr. uppsafnaðar fjárheimildir frá fyrra ári. Rekstrargjöld ársins námu 3.809,3 m.kr. og var afkoma málaflokksins neikvæð sem nemur 38,7 m.kr. í árslok eða 0,4%. 

4.50 Samningsbundin framlög vegna fjölþjóðasamstarfs

Undir málaflokkinn falla aðildargjöld Íslands vegna fjölþjóðasamstarfs þvert á verkefni málaflokkanna sem fjallað hefur verið um að framan. Útgjöld vegna verkefna sem falla undir málaflokkinn sveiflast nokkuð milli ára og tekur hlutdeild Íslands reglulega breytingum í samræmi við reiknireglur hverrar stofnunar. Fjárheimild málaflokksins nam 3.070,5 m.kr. Rekstrargjöld málaflokksins voru 3.405,98 m.kr. og neikvætt frávik frá 335,5 m.kr. Helsta skýringin eru frávik sem hafa orðið á greiðslu framlaga til Uppbyggingarsjóðs EES. Greiðslur til sjóðsins sem voru innheimtar á árinu voru rúmur helmingur af því sem áætlað hafði verið og skýrir það frávikið. Verkefni sjóðsins hafa frestast af ýmsum ástæðum, m.a.  vegna heimsfaraldurs, og gert er ráð fyrir auknum greiðslum til sjóðsins á yfirstandandi ári vegna þess.Fyrir þennan málaflokk er hvorki sett fram sérstök stefna, né markmið og mælikvarðar. Málaflokkurinn heldur fyrst og fremst utan um skylduframlög að fjölþjóðasamstarfi og byggist á stefnu sem mörkuð hefur verið í tengslum við aðra málaflokka.

Málefnasvið 35 alþjóðleg þróunarsamvinna

35.1 Þróunarsamvinna

Heildarfjárheimild málaflokksins var 10.706,2 m.kr. Þar af var fjárheimild ársins 10.650,9 m.kr og uppsafnaðar fjárheimildir liðinna ára 55,4 m.kr. Rekstrargjöld ársins námu 10.491,5 m.kr og var afkoma málaflokksins jákvæð sem nemur 214,7 m.kr í árslok. 

Framgangur verkefna í þróunarsamvinnu var að mestu í samræmi við stefnu og fyrirfram skilgreind markmið sem sett voru fram í aðgerðaáætlun málaflokksins. Viðbótarframlag var lagt til málaflokksins vegna stríðaátaka í Úkraínu, þar sem mikil þörf er á mannúðaraðstoð. Áætlað er að heildarframlög til þróunarsamvinnu nemi 0,35% af vergum þjóðatekjum  en önnur ráðuneyti fara einnig með ráðstöfun hluta þess fjár.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum