Fréttir frá ráðuneytunum

Ráðherra styrkir félagasamtök sem starfa að heilbrigðismálum um 72 milljónir kr.

28.3.2017 Velferðarráðuneytið Ráðherra styrkir félagasamtök sem starfa að heilbrigðismálum um 72 milljónir kr.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur ákveðið úthlutun velferðarstyrkja árið 2017, samtals um 72 milljónir króna. Styrkirnir renna til 28 verkefna á vegum íslenskra félagasamtaka sem starfa á sviði heilbrigðismála og lúta einkum að forvarnar- fræðslu- og ráðgjafarstarfi.

28.3.2017 Utanríkisráðuneyti Ráðherra til fundar við Pútín og Lavrov á norðurslóðaráðstefnu í Arkhangelsk

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu í Arkhangelsk á morgun og mun í tengslum við hana eiga fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, svo og Vladimír Pútín Rússlasndsforseta, ásamt forseta Íslands. 

28.3.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur sent frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu sem samin er eftir tveggja vikna vinnu nefndarinnar hér á landi þar sem hún hefur átt fundi með fulltrúum stjórnvalda, Seðlabanka Íslands, aðilum á vinnumarkaði og fulltrúum einkageirans. 

Skýrsla um Matvælastofnun

28.3.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skýrsla um Matvælastofnun

Matvælastofnun býr að verðmætum mannauði en styrkja þarf starf stofnunarinnar, m.a. með markvissari stjórnun og stefnumótun, skýrari verklagsreglum og betri miðlun upplýsinga. Jafnframt er þörf á heildstæðri matvælastefnu auk þess sem skipulag matvælaeftirlits er of flókið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Bjarna Snæbjarnar Jónssonar stjórnunarráðgjafa og Ólafs Oddgeirssonar dýralæknis sem falið var að gera úttekt á stjórnun og starfi Matvælastofnunar og því hvernig stofnunin sinnir matvælaeftirliti og eftirliti með dýravelferð.

Tímabundið landamæraeftirlit til Ítalíu í maí

28.3.2017 Utanríkisráðuneyti Tímabundið landamæraeftirlit til Ítalíu í maí

Utanríkisráðuneytið minnir alla þá, sem leið eiga til Ítalíu, á að hafa með sér vegabréf, sem eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin. Þessi áminning á raunar við öll ferðalög úr landi því ekki er hægt að tryggja að ferðalangar komist á milli landa nema með gild vegabréf.

Iceland-málið kynnt á fundi í Alþjóðahugverkastofnuninni

27.3.2017 Utanríkisráðuneyti Iceland-málið kynnt á fundi í Alþjóðahugverkastofnuninni

Iceland-málið var í dag kynnt á fundi nefndar Alþjóðahugverkastofnunarinnar í Genf um vörumerki, hönnun og landfræðilegar tilvísanir, en fundinn sóttu fulltrúar 87 ríkja.

Fríverslun rædd á fundi utanríkisráðherra Íslands og Færeyja

27.3.2017 Utanríkisráðuneyti Fríverslun rædd á fundi utanríkisráðherra Íslands og Færeyja

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti hádegisverðarfund með Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja á föstudag, 24. mars, en fundurinn var haldinn í tengslum við komu færeyskrar viðskiptasendinefndar hingað til lands.

Síma- og netsambandslaust við velferðarráðuneytið

27.3.2017 Velferðarráðuneytið Síma- og netsambandslaust við velferðarráðuneytið

Vegna bilunar í ljósleiðara er síma- og netsambandslaust við velferðarráðuneytið í Skógarhlíð. Unnið er að viðgerð. Ef erindið er brýnt vinsamlega hringið í síma 545 8100 sem er miðlæg símsvörun fyrir Stjórnarráðið.  

Sveitarfélög
verði studd betur til sameininga

24.3.2017 Innanríkisráðuneytið Sveitarfélög verði studd betur til sameininga

Uppbygging innviða, aukinn hvati til sameiningar sveitarfélaga, fjölbreyttari leiðir til að fjármagna samgönguframkvæmdir, ákvörðun ríkisstjórnarinnar í dag um 1.200 milljóna króna viðbótarframlag til vegaframkvæmda á árinu og uppskipting innanríkisráðuneytis voru meðal umræðuefna í ræðu Jóns Gunnarssonar, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra á landsþingsi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.

Ráðherrar sameinast gegn ofbeldi

24.3.2017 Velferðarráðuneytið Ráðherrar sameinast gegn ofbeldi

Félags- og jafnréttismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu í Ráðherrabústaðnum í dag samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

Ráðherrar sameinast gegn ofbeldi

24.3.2017 Velferðarráðuneytið Ráðherrar sameinast gegn ofbeldi

Félags- og jafnréttismálaráðherra, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu í Ráðherrabústaðnum í dag samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

Ártúnsskóli fær grænfánann í fjórða sinn

24.3.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ártúnsskóli fær grænfánann í fjórða sinn

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti á dögunum Ártúnsskóla í Reykjavík grænfána til staðfestingar á umhverfisstarfi skólans. Þetta er í fjórða sinn sem Ártúnsskóli flaggar grænfánanum.

Ríkisstjórnin
samþykkir 1.200 milljóna króna viðbótarframlag til vegamála

24.3.2017 Innanríkisráðuneytið Ríkisstjórnin samþykkir 1.200 milljóna króna viðbótarframlag til vegamála

Ríkisstjórnin hefur samþykkt aukafjárveitingu til vegaframkvæmda að upphæð 1.200 milljónir króna á árinu. Ríkisstjórnin fól fyrr í mánuðinum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram tillögur um hvaða brýnu framkvæmdir þyrfti að ráðast í og kostnað við þær og var tillaga þeirra samþykkt á ríkisstjórnarfundinum í dag.

Tók þátt í fundi norrænna fjármálaráðherra

24.3.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Tók þátt í fundi norrænna fjármálaráðherra

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók þátt í fundi norrænna fjármálaráðherra í Osló í dag. Á fundinum var rætt um áskoranir framundan og samstarf norræna ríkja milli sín og innan Evrópu, breytingar og óvissu í tengslum við Brexit og öldu verndarhyggju í viðskiptum.

Breyting á reglugerð um hollustuhætti til kynningar

24.3.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Breyting á reglugerð um hollustuhætti til kynningar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerð um hollustuhætti.

Framkvæmd Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun efld

24.3.2017 Forsætisráðuneyti Framkvæmd Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun efld

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að skipuð verði verkefnastjórn sem haldi utan um greiningu, innleiðingu og kynningu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. 

Ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnar í Fellabæ

23.3.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnar í Fellabæ

Björt Ólafsdóttir,  umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði á dögunum nýja aðalskrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Fellabæ á Héraði.

Varúðarráðstafanir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla

23.3.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Varúðarráðstafanir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla

Fuglaflensa af völdum alvarlegs afbrigðis fuglaflensuveiru af sermisgerðinni H5N8 hefur breiðst hratt út í Evrópu frá því í október á síðasta ári, bæði í villtum fuglum og alifuglum, m.a. á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig að vetri til. Af þeim sökum hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gefið út tímabundnar varúðarreglur sem öllum þeim sem halda alifugla og aðra fugla er skylt að fylgja.

23.3.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Til umsagnar: Reglugerðarbreyting um sóttvarnarstöðvar fyrir alifugla

Í reglugerðinni er mælt fyrir um að leyfisveitingar til að reka sóttvarnarstöð skuli færðar til Matvælastofnunar. Matvælastofnun verður ennfremur veitt heimild til að afturkalla leyfi til reksturs sóttvarnastöðvar án fyrirvara. Þessi breyting er í samræmi við þá stefnu að einfalda beri stjórnsýslu.

Gunnar Örn Jónsson
skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

22.3.2017 Innanríkisráðuneytið Gunnar Örn Jónsson skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 1. apríl næstkomandi og afhenti hún honum skipunarbréf í dag. Embættið var auglýst í janúar og rann umsóknarfrestur út 30. janúar. Níu manns sóttu um embættið og ein umsókn til viðbótar var dregin tilbaka.

22.3.2017 Velferðarráðuneytið Hádegisverðarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála

Innflytjendaráð boðar til hádegisverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála, mánudaginn 27. mars næstkomandi í Iðnó kl. 12.00 - 13.15. Markmið fundarins er að kynna áherslur sjóðsins í ár og hvetja áhugasama til að sækja um styrki úr sjóðnum.

22.3.2017 Velferðarráðuneytið Hádegisverðarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála

Innflytjendaráð boðar til hádegisverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála, mánudaginn 27. mars næstkomandi í Iðnó kl. 12.00 - 13.15. Markmið fundarins er að kynna áherslur sjóðsins í ár og hvetja áhugasama til að sækja um styrki úr sjóðnum.

Árétta gagnkvæmar skuldbindingar ríkjanna

22.3.2017 Utanríkisráðuneyti Árétta gagnkvæmar skuldbindingar ríkjanna

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ine Søreide Eriksen varnarmálaráðherra Noregs undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um öryggis- og varnarmál.

Stóraukið samstarf Íslands og Noregs um hagsmunagæslu innan EES

22.3.2017 Utanríkisráðuneyti Stóraukið samstarf Íslands og Noregs um hagsmunagæslu innan EES

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Frank Bakke-Jensen, EES og Evrópumálaráðherra Noregs undirrituðu í dag yfirlýsingu Íslands og Noregs um stóraukið samstarf ríkjanna í EES-samstarfinu