Fréttir frá ráðuneytunum

Samræmdar aðgerðir á sviði húsnæðismála

24.2.2017 Velferðarráðuneytið Samræmdar aðgerðir á sviði húsnæðismála

Settur verður á fót aðgerðahópur á vegum fjögurra ráðherra sem gera á tillögur um samræmdar aðgerðir á sviði húsnæðismála til að greiða fyrir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu félags- og jafnréttismálaráðherra þessa efnis á fundi sínum í morgun.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað

24.2.2017 Velferðarráðuneytið Skýrsla Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað

Heilbrigðisstofnanir hafa tækifæri til að draga úr lyfjakostnaði með fjölþjóðlegu samstarfi við lyfjaútboð og er velferðarráðuneytið hvatt til að beita sér fyrir þátttöku Landspítala í slíku samstarfi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar.

Fulbright stofnunin
60 ára

24.2.2017 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Fulbright stofnunin 60 ára

Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði gesti á afmælissamkomu stofnunarinnar

24.2.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Opnir reikningar birtir von bráðar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið að því undanfarin misseri að auka aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins með því að gera reikninga úr bókhaldi ríkisins aðgengilega almenningi. Verkefnið er unnið í samræmi við fjármálastefnu fyrir árin 2017-2022, fjárlög fyrir árið 2017 og stefnuáætlun ríkisstjórnarinnar um að stíga markviss skref til þess að opna bókhald ríkisins.

Frumvarp um refsiviðurlög við tilteknum umhverfisbrotum til umsagnar

24.2.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Frumvarp um refsiviðurlög við tilteknum umhverfisbrotum til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi vegna breytinga á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Breytingarnar eru gerðar vegna innleiðinga Evróputilskipana sem hafa það að markmiði að sporna við brotum sem hafa áhrif á umhverfið.

24.2.2017 Velferðarráðuneytið Opinn fundur: Aðlögun flóttafólks og innflytjenda

Kynnt verður ný skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir velferðarráðuneytið og innanríkisráðuneytið á opnum fundi í Norræna húsinu 27. febrúar, þar sem þjónusta við flóttafólk og innflytjendur er greind. Aðlögun flóttafólks og innflytjenda: Greining á umbótatækifærum er yfirskrift fundarins.

Skýrsla um endurskoðun laga nr. 25/1975

24.2.2017 Velferðarráðuneytið Skýrsla um endurskoðun laga nr. 25/1975

Formaður nefndar sem á liðnu ári vann að heildarendurskoðun laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf, barneignir, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, kynnti skýrslu nefndarinnar fyrir heilbrigðisráðherra á fundi í gær. Skýrslan með tillögum nefndarinnar er birt hér með.

23.2.2017 Velferðarráðuneytið Til umsagnar: Frumvarp gegn misnotkun stera o.fl.

Hér með eru birt til umsagnar drög að frumvarpi til laga um vefjaaukandi efni og lyf sem m.a. er ætlað að sporna við misnotkun stera og vefjaaukandi efna og lyfja. Efni frumvarpsins snýr að ólöglegum innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu þessari efna en fjallar ekki um neyslu þeirra.

23.2.2017 Utanríkisráðuneyti Samningur WTO um viðskiptaliprun tekur gildi

Fyrsti marghliða samningurinn sem samkomulag hefur náðst um frá stofnun Alþjóða viðskiptastofnunarinnar árið 1995.

Aukið vægi ferðaþjónustunnar innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins

23.2.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Aukið vægi ferðaþjónustunnar innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins

Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla og auka vægi ferðaþjónustunnar í stjórnsýslunni verður sett á fót skrifstofa innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem eingöngu mun sjá um málefni ferðaþjónustunnar.

23.2.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skipun í starfshópa vegna ábendinga í skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði á dögunum tvo starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. 

Undirritaði yfirlýsingu Evrópuríkja um samgöngur og loftslagsbreytingar

22.2.2017 Innanríkisráðuneytið Undirritaði yfirlýsingu Evrópuríkja um samgöngur og loftslagsbreytingar

Samgönguráðherrar aðildarríkja samgöngunefndar Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu, UNECE, fögnuðu 70 ára afmæli nefndarinnar á fundi í Genf í vikunni. Af þessu tilefni undirrituðu ráðherrarnir yfirlýsinguna Embracing the new era for sustainable inland transport and mobility sem fjallar um samgöngur og áherslur í umhverfismálum og umferðaröryggi.

22.2.2017 Velferðarráðuneytið Um rafsígarettur og breytingu á lögum um tóbaksvarnir

Eftirfarandi eru nokkrar staðreyndir um efni frumvarps til breytinga á lögum um tóbaksvarnir að því er lýtur að rafsígarettum og regluverki um þær. Óhjákvæmilegt er að setja lagaumgjörð um rafsígarettur sem skortir hér á landi og er einnig skylt að setja, m.a. vegna innleiðingar Evróputilskipunar þar að lútandi á sviði tóbaksvarna.

22.2.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Til umsagnar: Reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða

Reglugerð um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða gildir um allar sláturafurðir sem fluttar eru á erlendan markað eða til sölu innanlands og skal flokka og merkja sláturafurðir eftir tegundum og gæðum samkvæmt reglugerðinni. 

 

Dómsmálaráðherra
heimsótti Útlendingastofnun

21.2.2017 Innanríkisráðuneytið Dómsmálaráðherra heimsótti Útlendingastofnun

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heimsótti Útlendingastofnun í Skógarhlíð í Reykjavík á dögunum og kynnti sér starfsemi hennar. Jafnframt heimsótti hún móttöku- og greiningarmiðstöð fyrir hælisleitendur við Bæjarhraun í Hafnarfirði.

Endurnýja samstarfsyfirlýsingu við Rauða krossinn

21.2.2017 Utanríkisráðuneyti Endurnýja samstarfsyfirlýsingu við Rauða krossinn

Utanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa endurnýjað samstarfsyfirlýsingu um reglubundið framlag utanríkisráðuneytisins við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins, svo og um gagnkvæma upplýsingagjöf og samstarf um mannúðarmál.

Áskorun um
að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga

21.2.2017 Velferðarráðuneytið Áskorun um að sálfræðiþjónusta verði felld undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga

Óttar Proppé heilbrigðisráðherra tók í dag við undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnvöld að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Átta félagasamtök standa að baki áskoruninni sem tæplega 11.400 manns undirrituðu.

20.2.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið TIL UMSAGNAR: Reglugerð um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með áburði og fóðri

Reglugerð um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með áburði og fóðri er sett með stoð í 6. gr. a. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Þar er mælt fyrir um að ráðherra sé heimilt að setja reglugerð um opinbera birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með fóðri, áburði og sáðvöru. Samkvæmt núgildandi reglugerð nr. 291/2010 um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með áburði er ekki fjallað um birtingu niðurstaðna vegna eftirlits með fóðri.

20.2.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Jafnréttismat gert á frumvörpum

Með bætta nýtingu opinberra fjármuna að leiðarljósi er unnið að kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð hjá hinu opinbera. Á árinu er er lögð áhersla á að gert verði jafnréttismat á lagafrumvörpum í því skyni að jafna stöðu kynjanna. Er stefnt að því að á þessu ári verði slíkt mat gert á um 40% frumvarpa sem ráðherrar leggja fram. Verður sjónum beint sérstaklega að málum sem augljóslega hafa mikil áhrif á kynin. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í ríkisstjórn í síðustu viku stöðu innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. 

Fundað um aðstæður á sambýli fyrir fatlað fólk á Blönduósi

20.2.2017 Velferðarráðuneytið Fundað um aðstæður á sambýli fyrir fatlað fólk á Blönduósi

Félags- og jafnréttismálaráðherra fundaði fyrir helgi með sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að ræða hvernig unnið skuli að úrbótum til að tryggja góða þjónustu og fullnægjandi aðbúnað íbúa sambýlis fyrir fatlað fólk á Blönduósi.

Tryggt verði fjármagn til innleiðingar nýrra lyfja

20.2.2017 Velferðarráðuneytið Tryggt verði fjármagn til innleiðingar nýrra lyfja

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum sl. föstudag tillögu um að fela fjármála- og efnahagsráðherra í samráði við heilbrigðisráðherra að tryggja aukið fjármagn til lyfjamála til innleiðingar nýrra lyfja á þessu ári.

Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2016

17.2.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins 2016

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016.

Forsætisráðherra einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari jafnréttisátaks UN Women

17.2.2017 Forsætisráðuneyti Forsætisráðherra einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari jafnréttisátaks UN Women

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur tekið ákvörðun um verða við beiðni um að vera einn af tíu þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir átaki UN Women sem miðar að því að fá karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti.

Viðurkenningar
veittar á ráðstefnu Landverndar um Skóla á grænni grein

17.2.2017 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Viðurkenningar veittar á ráðstefnu Landverndar um Skóla á grænni grein

Föstudaginn 10. febrúar sl. stóð Landvernd fyrir ráðstefnu um Skóla á grænni grein, en það er stærsta verkefni í menntun til sjálfbærni á Íslandi og í heiminum öllum. Um 140 kennarar, skólastjórar og starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla af öllum landshlutum Íslands sóttu ráðstefnuna sem haldin var í Reykjavík.