Fréttir frá ráðuneytunum

21.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Staða mála í Tyrklandi grafalvarleg

Íslensk stjórnvöld hafa fylgst grannt með þróun mála í Tyrklandi síðustu daga og segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra stöðu mála vera grafalvarlega. "Þróunin hefur verið mjög hröð og ófyrirsjáanleg og hvetur Ísland til stillingar og sátta," segir Lilja. "Það er mikilvægt að tyrknesk stjórnvöld virði mannréttindi í hvívetna. Eitt er að draga þá til ábyrgðar sem skipulögðu og stóðu að valdaránstilrauninni annað er að stunda víðfeðmar hreinsanir af pólitískum toga," segir utanríkisráðherra.

21.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Vegna stöðu mála í Tyrklandi

Tyrknesk stjórnvöld lýstu í gær yfir þriggja mánaða neyðarástandi í landinu í kjölfar valdaránstilraunarinnar síðastliðinn föstudag. Eftir reglulegt samráð borgaraþjónustu Norðurlandanna vill utanríkisráðuneytið brýna fyrir íslenskum ferðamönnum sem hyggja á för til Tyrklands og þeim Íslendingum sem eru í landinu að gæta áfram fyllstu varúðar á meðan á dvöl þeirra stendur. Þá brýnir borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fyrir Íslendingum í Tyrklandi að vera ávallt með vegabréf eða önnur persónuskilríki meðferðis og fylgja þeim leiðbeiningum sem eru í gildi.

21.7.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Fundar með starfshópi sem metur umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum

Bandaríski hagfræðingurinn dr. James S. Henry hefur verið fenginn hingað til lands til þess að funda með starfshópi á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem vinnur að því að meta umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum.

21.7.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Niðurstöður um úthlutun á EFTA tollkvóta 2016-2017

Mánudaginn 13. júní 2016 rann út umsóknarfrestur um EFTA tollkvótum á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss, vegna innflutnings á nautakjöti úr vörulið ex0210.xxxx og ostum 0406.xxxx fyrir tímabilið 1. júlí 2016 – 30. júní 2017.

Ársrit innanríkisráðuneytisins komið út

18.7.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Ársrit innanríkisráðuneytisins komið út

Ársrit innanríkisráðuneytisins 2015 er komið út og er aðeins birt rafrænt. Í ritinu er að finna upplýsingar um ýmis verkefni sem unnið var að á síðasta ári og tekin er saman ýmis tölfræði yfir starfsemina frá stofnun ráðuneytisins 1. janúar 2011.

17.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Fyrri ferðaviðvörun til Tyrklands afturkölluð

Eftir regulegan samráðsfund Norðurlandanna um borgaraþjónustu hefur utanríkisráðuneytið ákveðið að afturkalla fyrri ferðaviðvörun til Tyrklands þar sem varað var við ónauðsynlegum ferðum til landsins. Hins vegar vill utanríkisráðuneytið enn hvetja Íslendinga sem eru staddir í landinu að gæta fyllstu varúðar og fylgjast vel með ástandi mála í kjölfar valdaránstilraunarinnar síðastliðinn föstudag. 

16.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Ferðaviðvörun til Tyrklands áfram í gildi

Á samráðsfundi Norðurlandanna um borgaraþjónustu í morgun var ákveðið að vara áfram við ónauðsynlegum ferðum til Tyrklands. Við leiðbeinum fólki áfram að gæta ítrustu varúðar og fylgjast vel með ástandi mála. Annar samráðsfundur verður haldinn í fyrramálið og verða ferðaviðvaranir uppfærðar eftir því sem við á. 

16.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Utanríkisráðherra um stöðu mála í Tyrklandi

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisáðherra segir að valdaránstilrauninni í Tyrklandi virðist hafa verið hrundið. "Lýðræðislega kjörin stjórnvöld halda völdum og mikilvægt er að stöðugleiki komist á sem fyrst. Við hvetjum til stillingar og sátta í landinu.

Engar vísbendingar hafa borist um að Íslendingar í Tyrklandi hafi verið í hættu en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist náið með þróun mála".

15.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Ferðaviðvörun vegna Tyrklands

Utanríkisráðuneytið ræður öllum Íslendingum frá því að ferðast til Tyrklands nema af ítrustu nauðsyn. Íslendingar sem staddir eru í landinu eru beðnir um að sýna varkárni og fylgjast með fregnum af ástandi mála.


Borgaraþjónusta ráðuneytisins fylgist grannt með og mun senda út frekari upplýsingar þegar ástand mála skýrist frekar.

15.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Vegna fregna af valdaráni í Tyrklandi

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins stendur vaktina vegna fregna af valdaráninu í Tyrklandi og beinir þeim tilmælum til íslenskra ferðamanna í Tyrklandi og Íslendinga búsettum í landinu að láta aðstandendur á Íslandi vita af sér. Flestar samskiptaleiðir aðrar en símalínur virðast lokaðar í Tyrklandi og tekið hefur í gildi útgöngubann í helstu borgum. Beinir utanríkisráðuneytið þeim tilmælum til Íslendinga að halda sig innandyra og fylgjast náið með þróun mála hvar sem það er statt í landinu. Utanríkisráðuneytið aflar frekari upplýsinga og verða frekari tilmæli send út eftir því sem ástand mála skýrist.  

15.7.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Fitch staðfestir BBB+ lánshæfiseinkunn Íslands með stöðugum horfum

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendum gjaldmiðli sem BBB+ og A- í innlendum gjaldmiðli. Einkunnir fyrir skuldabréf (e. senior unsecured bonds) í erlendum og innlendum gjaldmiðli eru staðfestar sem BBB+ og A-. 

15.7.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest BBB+/A-2 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest BBB+/A-2 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. Standard & Poor's reiknar með kröftugum hagvexti næstu árin, knúnum af ferðaþjónustu og öflugri einkaneyslu.

Stjórn Flugþróunarsjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki

15.7.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Stjórn Flugþróunarsjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki

Markmiðið með Flugþróunarsjóði er að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2016

15.7.2016 Forsætisráðuneyti - Fréttasafn Forsætisráðherra sendir samúðarkveðjur vegna árásar í Nice

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, hefur sent Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna árásanna í Nice í gær. 

Endurheimt votlendis í landi Bessastaða hluti aðgerða í sóknaráætlun í loftslagsmálum

15.7.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Fréttasafn Endurheimt votlendis í landi Bessastaða hluti aðgerða í sóknaráætlun í loftslagsmálum

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Árni Bragason, landgræðslustjóri, undirrituðu í dag samstarfssamning um endurheimt votlendis við Bessastaði. Um leið hófust þau handa við verkið með því að setja fyrstu skóflufyllirnar af mold ofan í skurð í landi Bessastaða. Þar með var ýtt úr vör verkefni við endurheimt votlendis sem er hluti af sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

15.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Samúðarkveðja send til utanríkisráðherra Frakklands

"Það var skelfilegt að fá fregnir af fjölda óbreyttra borgara sem lét lífið við hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Frakklands í Nice í gær. Þessi hryllilegu voðaverk beindust að frönsku þjóðinni og á sama tíma einnig að þeim gildum sem við öll höldum í heiðri - frelsi, jafnrétti og bræðralagi.

Ég færi þér og frönsku þjóðinni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Við hugsum til og biðjum fyrir þeim sem um sárt eiga að binda," segir Lilja í samúðarkveðjunni.

15.7.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Drög að frumvarpi til nýrra laga um kjararáð til umsagnar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi til nýrra laga um kjararáð og eru þau birt hér til umsagnar.

15.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Varðandi hryðjuverkaárásina í Nice

Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa ekki borist neinar upplýsingar sem gefa til kynna að Íslendingar hafi orðið fyrir árásinni mannskæðu í Nice. Borgin er fjölfarin ferðamannastaður og hafa þeir fjölmörgu Íslendingar sem eru á svæðinu í sumarleyfum verið duglegir að láta vita af sér. Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 

15.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Ísland heldur áfram að laga innleiðingarhallann

Innleiðingarhalli Íslands er nú 1,8% samkvæmt nýju frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), samanborið við 2,1% þegar matið var síðast birt í október á síðasta ári. Nýjasta frammistöðumat ESA var kynnt í dag þar sem gerð er grein fyrir árangri EES/EFTA-ríkjanna við að innleiða EES-gerðir í landsrétt.

Skýrsla um launaþróun frá 2006-2015

14.7.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Skýrsla um launaþróun frá 2006-2015

Þriðja skýrsla SALEK hópsins, heildarsamtak vinnumarkaðarins, Í kjölfar kjarasamninga, er komin út. Í skýrslunni er fjallað um launaþróunina frá 2006 til 2015.

Fundað um ferskvatn og loftslagsbreytingar

13.7.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Fréttasafn Fundað um ferskvatn og loftslagsbreytingar

Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á vatnsbúskap voru í brennidepli á fundi evrópskra umhverfisráðherra í Bratislava í Slóvakíu 11.-12. júlí. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Ráðherra sagði að hröð rýrnun jökla væri áhyggjuefni, en hún gæti meðal annars haft áhrif á vatnsbúskap og nýtingu vatnsorku.

Húshitunarkostnaður í Vestmannaeyjum jafnaður – áætluð lækkun 10%

13.7.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Húshitunarkostnaður í Vestmannaeyjum jafnaður – áætluð lækkun 10%

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Júlíus Jónsson, forstjóri HS veitna, skrifuðu í dag  undir  viljayfirlýsingu vegna uppsetningu varmadælu í Vestmannaeyjum. Verkefnið snýst um að tengja varmadælu við veitukerfi fjarvarmaveitu HS Veitna í Vestmannaeyjum og nota sjó sem varmagjafa. Gerð hefur verið úttekt á verkefninu og er ávinningur af því talinn vera margvíslegur; má nefna áætlaða a.m.k. 10% lækkun á orkuverði til íbúa á næstu fimm árum.

13.7.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Viðbótarframlag vegna þjónustu við fatlað fólk

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarjóðs sveitarfélaga frá 24. júní síðastliðnum um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2016 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæðin 300 milljónum króna.

Staða Íslands í mansalsmálum samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins

12.7.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Staða Íslands í mansalsmálum samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins

Út er komin árleg skýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal. Í henni er fjallað um ástand mála í ríkjum heimsins og aðgerðir stjórnvalda til að takast á við mansal. Ríki eru flokkuð í fjóra flokka, eftir því hver staðan er. Ísland er flokkað í besta flokk í skýrslunni, svo sem verið hefur á undanförnum árum.