Fréttir frá ráðuneytunum

26.4.2017 Innanríkisráðuneytið Tólf umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis

Tólf umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis sem auglýst var laust til umsóknar 10. apríl síðastliðinn. Dómsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda í samræmi við lög um Stjórnarráð Íslands.

Tók þátt í
ráðherrafundi um tölvuvæðingu

26.4.2017 Innanríkisráðuneytið Tók þátt í ráðherrafundi um tölvuvæðingu

Fundur ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem hafa tölvu- og netvæðingu á sinni könnu fór fram í Osló í vikunni og tók Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þátt í fundinum. Ræddi hann meðal annars um þátt tölvuvæðingar í þróun og breytingum á vinnumarkaði og hversu brýnt væri að menntakerfið fylgdi samfélagsþróuninni.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundar með Aksel V. Johannesen lögmanni Færeyja

25.4.2017 Forsætisráðuneyti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundar með Aksel V. Johannesen lögmanni Færeyja

Á fundi sínum í dag ræddu Bjarni og Aksel meðal annars um stjórnmálaástandið, stöðu efnahagsmála og sjávarútvegs- og viðskiptamál. Farið var yfir ýmsa þætti er varða samskipti landanna, meðal annars mál tengd Hoyvíkursamningnum, samvinnu Íslands og Færeyja.

Illugi Gunnarsson verður formaður
stjórnar Byggðastofnunar

25.4.2017 Innanríkisráðuneytið Illugi Gunnarsson verður formaður stjórnar Byggðastofnunar

Ársfundur Byggðastofnunar er  haldinn í dag í Skagafirði og var tilkynnt um nýja stjórn stofnunarinnar á fundinum. Formaður hennar er Illugi Gunnarsson. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, flutti ávarp í upphafi fundar í fjarveru Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra

25.4.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra

Ólafía B. Rafnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra.

Dagur umhverfisins er í dag

25.4.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Dagur umhverfisins er í dag

Dagur umhverfisins er haldinn hátíðlegur 25. apríl ár hvert. Dagurinn er tileinkaður Sveini Pálssyni sem fæddist þennan dag árið 1762. Sveinn er talinn meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á mikilvægi þess að vernda náttúruna og ganga ekki um of á gæði hennar. Árið 1998 valdi ríkisstjórn Íslands því fæðingardag hans, 25.apríl, sem Dag umhverfisins.

25.4.2017 Innanríkisráðuneytið Drög að breytingum á lögum vegna endurupptöku dómsmála

Drög að lagafrumvarpi til breytinga á lögum um dómstóla, lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Umsagnarfrestur til 26. maí og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

24.4.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Samráðshópur um jöfnun launa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar

Í samkomulagi um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sem undirritað var í september 2016 var sérstaklega fjallað um að vinna þurfi að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað samráðshóp til að fara yfir og meta hvaða tölfræðigögn og -aðferðir þurfi að liggja til grundvallar í slíkri vinnu.

24.4.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Vegna sölu ríkisins á jörðinni Vífilsstöðum

Ríkissjóður gerði á dögunum samning við Garðabæ um sölu á jörðinni Vífilsstöðum fyrir 560 m.kr. auk þess sem ríkissjóður á rétt á 60% hlutdeild í ábata af sölu byggingarréttar á svæðinu, sem fer umfram það sem gert var ráð fyrir við verðmat á landinu.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir er nýr formaður ferðamálaráðs

24.4.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Unnur Valborg Hilmarsdóttir er nýr formaður ferðamálaráðs

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur skipað Unni Valborgu Hilmarsdóttur formann ferðamálaráðs og Evu Björk Harðardóttur varaformann ráðsins.

Tæpum 108 milljónum úthlutað til velferðarstyrkja í lok vetrar

21.4.2017 Velferðarráðuneytið Tæpum 108 milljónum úthlutað til velferðarstyrkja í lok vetrar

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur úthlutað velferðarstyrkjum af safnliðum fjárlaga árið 2017. Styrk hlutu 54 félagasamtök til fjölbreyttra verkefna, alls tæpar 108 milljónir króna. Afhending styrkjanna fór fram í Hannesarholti síðasta vetrardag.

Skrifað undir samning um Dýrafjarðargöng

20.4.2017 Innanríkisráðuneytið Skrifað undir samning um Dýrafjarðargöng

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri og forráðamenn verktakafyrirtækjanna Suðurverks og Metrostav frá Tékklandi skrifuðu í dag undir samning um gerð Dýrafjarðarganga en fyrirtækin áttu lægsta tilboð af fimm í verkið. Undirbúningur framkvæmda getur nú hafist.

Bretar og Íslendingar samstíga í fríverslunarmálum

19.4.2017 Utanríkisráðuneyti Bretar og Íslendingar samstíga í fríverslunarmálum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur í gær og í dag átt fundi í London með ráðherrum í ráðuneyti sem fer með úrsögn Breta úr ESB (DExEU), og breska utanríkisviðskiptaráðuneytinu (DIT) þar sem sameiginleg úrlausnarefni vegna úrsagnar Breta úr ESB og framtíðarfyrirkomulag viðskipta landanna  voru til umræðu. 

19.4.2017 Innanríkisráðuneytið Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir lög um gatnagerðargjald en 1. júlí næstkomandi verða liðin 10 ár frá því að lögin gengu í gildi. Talið er tímabært að fara yfir reynsluna af framkvæmd laganna meðal annars með hliðsjón af fyrirliggjandi dómum og úrskurðum.

18.4.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skýrsla starfshóps um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði þann 21. mars sl. starfshóp sem var annars vegar falið að kortleggja árlega fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna og hins vegar að meta hvort æskilegt sé að breyta núverandi löggjöf um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna, einkum með tilliti til þess hvort rétt sé að áskilja lágmarksfjárfestingar erlendis (gólf) eða hámarksfjárfestingar erlendis (þak).

Guðlaugur Þór fundar með Boris Johnson

18.4.2017 Utanríkisráðuneyti Guðlaugur Þór fundar með Boris Johnson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands í Lundúnum þar sem þeir ræddu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og leiðir til að efla samskipti Íslands og Bretlands i kjölfar útgöngunnar. „Þetta var afar jákvæður og gagnlegur fundur og mikill samhljómur ríkti,“ segir utanríkisráðherra. 

Heimsótti embætti ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara

12.4.2017 Innanríkisráðuneytið Heimsótti embætti ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heimsótti bæði embætti ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara í gær. Þar átti hún samtal við bæði forráðamenn og starfsmenn embættanna um verkefnin, áskoranir og það sem vel gengur.

Styrkir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar - umsóknarfrestur til 1. maí

12.4.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Styrkir á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar - umsóknarfrestur til 1. maí

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti styrkir félög, samtök, fyrirtæki eða einstaklinga, eftir því sem við á, til að styðja við áhugahópa og faglegt starf á á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. 

Styrkir á sviði ferðamála,
iðnaðar og nýsköpunar - umsóknarfrestur til 1. maí

12.4.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Styrkir á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar - umsóknarfrestur til 1. maí

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti styrkir félög, samtök, fyrirtæki eða einstaklinga, eftir því sem við á, til að styðja við áhugahópa og faglegt starf á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.

Umhverfissjóður sjókvíaeldis úthlutar 87 milljónum

12.4.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Umhverfissjóður sjókvíaeldis úthlutar 87 milljónum

Meginmarkmið með styrkjum úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Að þessu sinni var úthlutað tíu styrkjum alls að upphæð 86,6 m.kr. 


12.4.2017 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða

Drög að reglugerð um gjaldtöku af umferð flutningabifreiða eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið postur@irr.is til 24. apríl næstkomandi.

Endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur

12.4.2017 Velferðarráðuneytið Endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur

Félags- og jafnréttisráðherra, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og formaður innflytjendaráðs ræddu ýmis málefni innflytjenda á fundi í gær þegar endurnýjaður var samingur um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur.

Fyrirkomulag strandveiða 2017

12.4.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fyrirkomulag strandveiða 2017

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2016/2017. Aukning verður á veiðiheimildum á svæði D um 200 tonn frá fyrra ári, og heildaraflaheimildir hækkaðar úr 9.000 tonnum í 9.200 tonn. 

Ábending varðandi sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga

12.4.2017 Velferðarráðuneytið Ábending varðandi sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga

Félags- og jafnréttismálaráðherra beinir því til sveitarfélaga að taka tillit til leiðbeinandi reglna velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning um að meta skuli þörf fyrir slíkan stuðning á grundvelli framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna í stað þess að byggja einungis á hlutlægum tekju- og eignaviðmiðum.