Fréttir frá ráðuneytunum

Skýrsla starfshóps um hvernig treysta megi innviði og búsetu í sveitum

25.10.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skýrsla starfshóps um hvernig treysta megi innviði og búsetu í sveitum

Í rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins sem undirritaður var fyrr á þessu ári er mælt fyrir um í bókun að ráðist verði í starf sem miðaði að því að treysta innviði og búsetu í sveitum.

Stuðningur við
búskaparskógrækt í Vestur – Húnavatnssýslu

25.10.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Stuðningur við búskaparskógrækt í Vestur – Húnavatnssýslu

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur falið Skógræktinni umsjón með framkvæmd verkefnis í búskaparskógrækt í Vestur – Húnavatnssýslu. Um er að ræða átak til eins ár sem felur m.a. í sér að þróa útfærslur á nýjum skógræktarverkefnum með það að markmiði að bæta búsetuskilyrði, fjölga tækifærum fyrir bændur, auka skógarþekju og brúa bil milli skógræktar og hefðbundins landbúnaðar.

Vega- og
umferðareftirlit fært frá Samgöngustofu til lögreglu

25.10.2016 Innanríkisráðuneytið Vega- og umferðareftirlit fært frá Samgöngustofu til lögreglu

Samningur um flutning vega- og umferðareftirlits frá Samgöngustofu til þriggja embætta lögreglustjóra hefur verið undirritaður. Felur verkefnið í sér eftirlit með stærð og þyngd ökutækja, hleðslu og frágangi farms, aksturs- og hvíldartíma ökumanna og fleira samkvæmt nánari skilgreiningu samningsins og hefur lögreglan annast þetta eftirlit frá byrjun ársins.

25.10.2016 Innanríkisráðuneytið Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna verður haldinn í grunnskólum og framhaldsskólum landsins í næsta mánuði. Tilgangurinn er að minna á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sáttmálinn var undirritaður á allsherjarþingi SÞ 20. nóvember árið 1989.

Félags- og húsnæðismálaráðherra opnaði í dag vefsíðu jafnlaunastaðalsins

24.10.2016 Velferðarráðuneytið Félags- og húsnæðismálaráðherra opnaði í dag vefsíðu jafnlaunastaðalsins

Fjallað var um tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins á morgunverðarfundi um launajafnrétti í dag. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, opnaði þar vefsíðu staðalsins en hún er meðal afurða tilraunaverkefnisins og birtir greinargóðar upplýsingar um staðalinn og notkun hans.

24.10.2016 Velferðarráðuneytið Ávarp ráðherra á baráttudegi íslenskra kvenna 24. október

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flutti ávarp á morgunverðarfundinum; Burt með launamuninn - um jafnrétti og launamál á íslenskum vinnumarkaði sem haldinn var í dag 24. október. Sama dag árið 1975 lagði fjöldi kvenna niður störf og um 25.000 konur komu saman á Lækjartorgi til að krefjast jafnréttis og kjara til jafns við karlmenn.

Samningur með skýrum kröfum um þjónustu hjúkrunarheimila

21.10.2016 Velferðarráðuneytið Samningur með skýrum kröfum um þjónustu hjúkrunarheimila

Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra hafa staðfest rammasamning um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila í landinu sem undirritaður var í dag. Markmiðið er að tryggja góða þjónustu, auka gegnsæi greiðslna fyrir veitta þjónustu og bæta eftirlit. Framlög ríkisins til rekstrar hjúkrunarheimila verða aukin um 1,5 milljarð króna.

21.10.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Stefna í lánamálum ríkisins 2017-2021

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt stefnu í lánamálum ríkisins 2017-2021. Frá árinu 2011 hefur stefnan verið gefin út til þriggja ára í senn. 

21.10.2016 Velferðarráðuneytið Burt með launamuninn!

Þörf er á samstilltum aðgerðum stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til að draga úr kynbundnu náms- og starfsvali. Um þetta er m.a. fjallað í meðfylgjandi tillögum að framtíðarstefnu um launajafnrétti sem verður kynnt á morgunverðarfundi undir yfirskriftinni Burt með launamuninn, mánudaginn 24. október nk.

21.10.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir skipaður formaður samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur óskað eftir að eftirfarandi aðilar tilnefni fulltrúa í 7 manna samráðshóp, þ.e.  Alþýðusamband Íslands/BSRB, Bændasamtök Íslands (2 fulltrúar), Neytendasamtökin, Samtök afurðastöðva, Samtök atvinnulífsins.

Formaður samráðshópsins verður Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og er hún skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Samið um byggingu 100 rýma hjúkrunarheimilis í Reykjavík

20.10.2016 Velferðarráðuneytið Samið um byggingu 100 rýma hjúkrunarheimilis í Reykjavík

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag samning um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík. Framkvæmdir eiga að hefjast í byrjun næsta árs og er stefnt að því að heimilið verði tilbúið snemma árs 2019.

20.10.2016 Forsætisráðuneyti Ríkisráðsfundur á Bessastöðum

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum föstudaginn 21. október næstkomandi kl. 14.00.

Útskrift átján nýrra sérfræðinga í heimilslækningum

20.10.2016 Velferðarráðuneytið Útskrift átján nýrra sérfræðinga í heimilslækningum

Formleg útskrift 18 sérfræðinga í heimilislækningum fór fram á þingi Félags íslenskra heimilislækna fyrr í þessum mánuði. Aldrei hafa jafn margir heimilislæknar útskrifast í einu. Nú eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum hér á landi en námið tekur fimm ár.

Framtíðarstefna í jafnlaunamálum kynnt á morgunverðarfundi 24. október

20.10.2016 Velferðarráðuneytið Framtíðarstefna í jafnlaunamálum kynnt á morgunverðarfundi 24. október

Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins kynnir tillögur um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum á morgunverðarfundi á Reykjavík Hilton Nordica, mánudaginn 24. október næstkomandi kl. 8.00–10.30.  

Samningur um gestastofu á Kirkjubæjarklaustri undirritaður

19.10.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Samningur um gestastofu á Kirkjubæjarklaustri undirritaður

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag á Kirkjubæjarklaustri samning um hönnun gestastofu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Auk ráðherra undirrituðu samninginn fulltrúar hönnuða og Vatnajökulsþjóðgarðs auk þess sem fulltrúi Framkvæmdasýslu ríkisins staðfesti samninginn.  

Samningur um ljósritun og
hliðstæða eftirgerð höfundarréttarvarins efnis í skólum

19.10.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Samningur um ljósritun og hliðstæða eftirgerð höfundarréttarvarins efnis í skólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan samning við Fjölís, hagsmunafélag höfundarréttarsamtaka og leysir marga eldri samninga af hólmi og veitir auknar heimildir.

19.10.2016 Innanríkisráðuneytið Aðgerðir til að flýta afgreiðslu umsókna um hæli

Fyrstu níu mánuði ársins sóttu 560 einstaklingar um vernd hér á landi og á undanförnum sex vikum hafa rúmlega 300 manns sótt um vernd. Útlendingastofnun afgreiddi 486 umsóknir fyrstu níu mánuði ársins. Ef taldir eru þeir sem sótt hafa um nú í október er fjöldi umsækjenda um vernd alls 684.

Rannsakendur
flugslysa á ráðstefnu í Reykjavík

18.10.2016 Innanríkisráðuneytið Rannsakendur flugslysa á ráðstefnu í Reykjavík

Nú stendur yfir í Reykjavík ráðstefna International Society of Air Safety Investigators, ISASI, sem eru samtök rannsóknarnefnda flugslysa en samtökin eru með aðalasetur í Bandaríkjunum og svæðisskrifstofur víða um heim. Rannsóknarnefnd samgönguslysa á Íslandi er gestgjafi ráðstefnunnar og setti Þorkell Ágústsson, rannnsóknarstjóri flugsviðs og rekstrarstjóri nefndarinnar, ráðstefnuna í morgun.

Skýrsla um upprunaábyrgðir raforku í íslensku samhengi

18.10.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Skýrsla um upprunaábyrgðir raforku í íslensku samhengi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur látið gera úttekt á kerfi upprunaábyrgða með raforku á Íslandi, en því kerfi var komið á fót í Evrópusambandinu og innleitt hér með lögum nr. 30/2008 um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Norrænt samstarf og málþing um bætta velferð ungs fólks

18.10.2016 Velferðarráðuneytið Norrænt samstarf og málþing um bætta velferð ungs fólks

Hvernig getur samfélagið stuðlað að bættri velferð ungs fólks? Þetta er umfjöllunarefni málþings Vinnumálastofnunar og Nordens välfärdscenter 27. október nk. þar sem fjallað verður um niðurstöður norræns samstarfsverkefnis sem snéri að virkni ungs fólks, andlegri heilsu og þátttöku í atvinnulífinu.

Auglýst eftir þátttakendum í tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma

18.10.2016 Velferðarráðuneytið Auglýst eftir þátttakendum í tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum frá vinnustöðum hjá ríkinu um þátttöku í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnutíma og eru vinnustaðir um allt land hvattir til þátttöku.

Styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks auglýstir að nýju

18.10.2016 Velferðarráðuneytið Styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks auglýstir að nýju

Lausir eru til umsóknar styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks, í samræmi við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Styrkirnir voru áður auglýstir í september sl. en ákveðið var að ítreka auglýsinguna og framlengja umsóknarfrestinn til 2. nóvember.

Ríkisstjórnin styður kynningu á kvikmyndinni Þrestir vegna þátttöku hennar í forvali til Óskarsverðlauna

18.10.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Ríkisstjórnin styður kynningu á kvikmyndinni Þrestir vegna þátttöku hennar í forvali til Óskarsverðlauna

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að veita 6,5 m.kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar til kynningar á kvikmyndinni Þrestir vegna þátttöku hennar í forvali til Óskarsverðlauna.

Fagháskólanám

17.10.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Fagháskólanám

Niðurstöður og tillögur verkefnishóps um fagháskólanám kynntar og undirrituð viljayfirlýsing um stofnun þróunarsjóðs fyrir þróunarverkefni um fagháskóla.