Fréttir frá ráðuneytunum

„Við þurfum alla með“ – ráðherra ávarpar norrænt málþing um loftslagsmál

19.1.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Við þurfum alla með“ – ráðherra ávarpar norrænt málþing um loftslagsmál

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í gær málþingið „Green to Scale“ í Norræna húsinu þar sem kynntar voru norrænar loftslagslausnir sem dregið geta úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.

Upplýsingar um mataræði, hreyfingu og holdafar Norðurlandabúa

19.1.2017 Velferðarráðuneytið Upplýsingar um mataræði, hreyfingu og holdafar Norðurlandabúa

Íslendingar innbyrða meira af sykurríkum matvælum en aðrir Norðurlandabúar og borða minna af grænmeti og ávöxtum. Fiskneysla er aftur á móti mest hér á landi. Þetta og margt fleira má lesa um í nýrri skýrslu um heilsuhegðun Norðurlandabúa sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út.

EFTA-ríkin þokast nær fríverslunarsamningi við Mercosur

19.1.2017 Utanríkisráðuneyti EFTA-ríkin þokast nær fríverslunarsamningi við Mercosur

EFTA-ríkin náðu mikilvægum áfanga í Sviss í dag við að þokast nær fríverslunarsamningi við Mercosur-ríkin (þ.e. Brasilía, Úruguay, Argentína og Paraguay) þegar fulltrúar landanna undirrituðu yfirlýsingu sem staðfestir lok undirbúningsviðræðna fyrir gerð  fríverslunarsamnings. Gert er ráð fyrir að formlegar fríverslunarviðræður hefjist síðar á þessu ári en til þessa hafa viðræður EFTA-ríkjanna og Mercosur verið á grundvelli samstarfsyfirlýsingar frá árinu 2000. 

Fundur ráðherra og forstjóra Barnverndarstofu

19.1.2017 Velferðarráðuneytið Fundur ráðherra og forstjóra Barnverndarstofu

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, og Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu ræddu saman um helstu áherslur í starfi Barnaverndarstofu og verkefnin framundan á fundi í velferðarráðuneytinu í dag.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stofnað

19.1.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stofnað

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skrifaði í gær undir samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Stjórnstöð ferðamála um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar en það er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi.

Ólafur E. Jóhannsson ráðinn
aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

19.1.2017 Innanríkisráðuneytið Ólafur E. Jóhannsson ráðinn aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Ólafur E. Jóhannsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Ólafur hefur hafið störf í ráðuneytinu.

Sendiherra Makedóníu
ræddi við dómsmálaráðherra

18.1.2017 Innanríkisráðuneytið Sendiherra Makedóníu ræddi við dómsmálaráðherra

Fulltrúar stjórnvalda í Makedóníu áttu í dag fund með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra ásamt fulltrúum Útlendingastofnunar og sérfræðingum ráðuneytisins til að ræða aukningu á umsóknum um vernd hér á landi frá makedónískum ríkisborgurum. Fyrr í dag áttu þeir fund með fulltrúum utanríkisráðuneytisins.

Raforkumál á Akranesi stórbatna með tilkomu nýs tengivirkis

18.1.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Raforkumál á Akranesi stórbatna með tilkomu nýs tengivirkis

Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók í dag formlega í notkun nýtt tengivirki Landsnets og Veitna á Akranesi. Með tilkomu nýja tengivirkisins eykst flutningsgeta raforku til muna á Akranesi og í nærsveitum. Samhliða byggingu tengivirkisins hefur allt dreifikerfið á Akranesi verið uppfært til samræmis við það sem best þekkist á landinu.

Áhersla á atvinnumál eldri borgara á fundi ráðherra og FEB

18.1.2017 Velferðarráðuneytið Áhersla á atvinnumál eldri borgara á fundi ráðherra og FEB

Aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði og hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega var ofarlega á baugi á fundi Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, og forystu Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) í velferðarráðuneytinu í dag.

18.1.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Drög að reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit í kynningu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit.

18.1.2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Skýrsla um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi skýrslu um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána. Skýrslan var unnin á starfstíma síðasta þings á grundvelli skýrslubeiðnar þingmanna og fjallar um þau atriði sem þar var óskað eftir að tekin yrðu til umfjöllunar og er framsetning skýrslunnar í samræmi við það. 

Ráðherra fundaði með forystu ASÍ

18.1.2017 Velferðarráðuneytið Ráðherra fundaði með forystu ASÍ

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, átti í dag fund með forystu Alþýðusambands Íslands til að ræða margvísleg efni á sviði vinnumarkaðsmála sem heyra undir ráðherrann og varða hagsmuni félagsmanna þessara fjölmennustu samtaka launafólks í landinu.

Heilbrigðisráðherra ræddi hagnýtingu erfðaupplýsinga á fundi OECD

18.1.2017 Velferðarráðuneytið Heilbrigðisráðherra ræddi hagnýtingu erfðaupplýsinga á fundi OECD

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ræddi um sérstöðu Íslands á sviði erfðarannsókna og álitamál tengd hagnýtingu erfðaupplýsinga í forvarnarskyni á fundi með heilbrigðisráðherrum OECD ríkja í París í gær.

Laufey Rún
Ketilsdóttir ráðin aðstoðarmaður dómsmálaráðherra

18.1.2017 Innanríkisráðuneytið Laufey Rún Ketilsdóttir ráðin aðstoðarmaður dómsmálaráðherra

Laufey Rún Ketilsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Laufey Rún hefur þegar hafið störf.

Utanríkisráðherra hittir erlenda sendiherra

17.1.2017 Utanríkisráðuneyti Utanríkisráðherra hittir erlenda sendiherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með sendifulltrúum þeirra ríkja sem eru með sendiráð á Íslandi og kynnti þeim helstu stefnumál nýrrar ríkisstjórnar í utanríkismálum. 

Samið um smíði ferju til siglinga í Landeyjahöfn

17.1.2017 Innanríkisráðuneytið Samið um smíði ferju til siglinga í Landeyjahöfn

Skrifað var í dag undir samninga um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju við pólsku skipasmíðastöðina Crist í húsnæði Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir að ferjan geti hafið siglingar uppúr miðju ári 2018. Undir samninginn skrifuðu fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar, Vegagerðarinnar, Vestmannaeyjabæjar, Ríkiskaupa og innanríkisráðuneytis.

Sameiginleg fréttatilkynning sjávarútvegsráðherra Íslands og Færeyja

17.1.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Sameiginleg fréttatilkynning sjávarútvegsráðherra Íslands og Færeyja

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja sömdu í gær (16. janúar) um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næsta ár. Einnig var samið um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja. Heimildir Færeyinga verða þær sömu á næsta ári og þær eru í ár eða um 5.600 tonn, en hámark fyrir þorskveiði hækkar úr 1.900 tonnum í 2.400 tonn.

Heilbrigðisráðherrar OECD ríkja funda í París

17.1.2017 Velferðarráðuneytið Heilbrigðisráðherrar OECD ríkja funda í París

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra tekur þátt í fundi heilbrigðisráðherra OECD ríkja sem nú stendur yfir í París. Á fundinum er m.a. fjallað um hvernig bæta megi nýtingu fjár til heilbrigðismála og sporna við sóun. Útgjöld til lyfjamála vega þungt og gerði Óttarr það að umtalsefni í innleggi sínu á fundinum í dag.

Páll Rafnar ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar

17.1.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Páll Rafnar ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar

Páll Rafnar Þorsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Páll Rafnar er með doktorspróf í heimspeki frá Cambridge háskóla og fjallaði lokaritgerð hans um lagahugtakið (nomos) í stjórnspeki Aristótelesar. Ransóknarsvið Páls Rafnars hefur aðallega snúið að hugmyndum - bæði klassískum og nútímalegum - um sanngirni, siðvit og réttlæti.

Steinar og Þórunn aðstoðarmenn umhverfis- og auðlindaráðherra

17.1.2017 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Steinar og Þórunn aðstoðarmenn umhverfis- og auðlindaráðherra

Steinar Kaldal og Þórunn Pétursdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf í næstu viku.

Vigdís Ósk Häsler
Sveinsdóttir ráðin aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

16.1.2017 Innanríkisráðuneytið Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir ráðin aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vigdís Ósk mun hefja störf á næstu dögum en hún hefur starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fundað um jafnréttismál og verkefnin framundan

16.1.2017 Velferðarráðuneytið Fundað um jafnréttismál og verkefnin framundan

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, átti í morgun fund með Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, þar sem þau ræddu um helstu verkefni sem framundan eru á sviði jafnréttismála, með áherslu á jafnrétti á vinnumarkaði og innleiðingu jafnlaunastaðals.

Tíu nýir löggiltir endurskoðendur

16.1.2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Tíu nýir löggiltir endurskoðendur

Í fyrsta ávarpi sínu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veitti Þórdís Kolbrún Gylfadóttir tíu einstaklingum, fimm konum og fimm körlum, réttindi til endurskoðunarstarfa.

Fulltrúar yfirvalda
Tógó og Íslands ræddu um ættleiðingar

16.1.2017 Innanríkisráðuneytið Fulltrúar yfirvalda Tógó og Íslands ræddu um ættleiðingar

Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing tóku á dögunum á móti fulltrúum ættleiðingaryfirvalda frá Tógó sem heimsótti Ísland í nokkra daga. Átti sendinefndin fundi með ráðuneytinu, fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og stjórn og starfsfólki Íslenskrar ættleiðingar.