Fréttir frá ráðuneytunum

Samráð vegna ákvörðunar Breta forgangsmál EFTA- formennsku Íslands

1.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Samráð vegna ákvörðunar Breta forgangsmál EFTA- formennsku Íslands

Í dag tók Ísland við formennsku í EFTA og jafnframt í tveimur lykilstofnunum EES-samstarfsins í Brussel og mun stýra þeirra starfi til ársloka.

Ísland tekur við formennsku í Eystrasaltsráðinu

1.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Ísland tekur við formennsku í Eystrasaltsráðinu

Ísland tekur í dag við formennsku í Eystrasaltsráðinu og gegnir henni til eins árs. Er það í annað sinn sem Ísland gegnir formennsku í ráðinu.

1.7.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti - ForsíðaSTJR-Fréttir Lögreglunám á háskólastigi

Ríkiskaup, fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis, óska eftir hæfum aðilum til þátttöku í auglýstu ferli um lögreglunám á háskólastigi. 

Skýrsla starfshóps um Friðland að fjallabaki

1.7.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Fréttasafn Skýrsla starfshóps um Friðland að fjallabaki

Starfshópur sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði hefur skilað skýrslu sinni um Friðland að Fjallabaki. Í skýrslunni eru ýmsar tillögur um hvernig megi styrkja innviði friðlandsins, efla stjórnun og starfsemi auk þess sem hópurinn telur áhugavert og unnt að skapa skilyrði til stækkunar svæðisins.

1.7.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Breytingar á starfsstöðvum í utanríkisþjónustunni

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar er flest flutningsskylt. Með reglulegu millibili flyst það á milli starfsstöðva erlendis og ráðuneytisins. Hinn 1. ágúst verða eftirtaldar breytingar á starfsstöðvum sendiherra og aðalræðismanna í samræmi við þessa reglu.

1.7.2016 Velferðarráðuneytið - Forsíða-STJR-Fréttir Frumvarpsdrög varðandi málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga til umsagnar

Hér með eru birt til umsagnar drög að frumvarpi til nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með sérstakar þjónustuþarfir og drög að frumvarpi til breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 14. ágúst næstkomandi.

Undirritun tvísköttunarsamnings við Austurríki

30.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Undirritun tvísköttunarsamnings við Austurríki

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Austurríkis til að koma í veg fyrir tvísköttun og nær samningurinn til tekju- og eignaskatta.

Undirritun tvísköttunarsamnings við Austurríki

30.6.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Undirritun tvísköttunarsamnings við Austurríki

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Austurríkis til að koma í veg fyrir tvísköttun og nær samningurinn til tekju- og eignaskatta.

Norrænir jafnréttisvísar

30.6.2016 Velferðarráðuneytið - Forsíða-STJR-Fréttir Norrænir jafnréttisvísar

Meðalaldur foreldra við fæðingu fyrsta barns hækkar stöðugt, dánartíðni vegna krabbameins á Norðurlöndunum er hærri hjá körlum en konum, íslenskir feður taka flesta fæðingarorlofsdaga af körlum á Norðurlöndunum. Þetta og margt fleira má lesa út úr jafnréttisvísum Norrænu ráðherranefndarinnar.

30.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Sveitarfélög minnt á tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar

Innanríkisráðuneytið hefur skrifað sveitarfélögum landsins til að minna á að enn stendur yfir tilraunaverkefni varðandi rafrænar íbúakosningar um einstök málefni sveitarfélaga en heimild til þeirra er að finna í 10. kafla sveitarstjórnarlaga. Slík atkvæðagreiðsla er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn nema hún ákveði að niðurstaðan bindi hendur hennar til loka kjörtímabilsins.

30.6.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Heimild til að flytja aflaheimild í makríl milli ára eykst um 10%

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur samþykkt beiðni útgerða um að hverju skipi verði heimilt að flytja allt að 20% af úthlutuðum aflaheimildum í makríl frá árinu 2016 til ársins 2017

29.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Sameiginleg yfirlýsing Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál

Yirlýsingin kveður m.a. á um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi og tímabundna viðveru kafbátarleitarvéla, náið samráð um öryggis- og varnarmál, viðhald og rekstur varnarmannvirkja, upplýsingaskipti og hagnýtt samstarf, m.a.á sviði æfinga, leitar og björgunar og neyðaraðstoðar. 

Gestastofa í þjóðgarðinum Snæfellsjökli að Malarrifi opnuð

29.6.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Fréttasafn Gestastofa í þjóðgarðinum Snæfellsjökli að Malarrifi opnuð

Margmenni var við opnun gestastofu að Malarrifi í gær, sama dag og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hélt upp á 15 ára afmæli sitt. Enduropnuð var sýning um náttúru og sögu þjóðgarðsins í húsnæði þjóðgarðsins að Malarrifi sem hefur nú verið gert upp með glæsibrag. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði gestastofuna formlega og flutt voru ávörp frá fulltrúum þjóðgarðsins, Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins Snæfellsbæjar.

29.6.2016 Utanríkisráðuneyti - Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneyti Samúðarkveðja til Tyrkja vegna árásar í Istanbúl

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sendi í dag samúðaróskir til Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, vegna  hryðjuverkaárásarinnar á flugvöllinn í Istanbúl í gærkvöldi, en hún kostaði yfir fjörtíu manns lífið.

Aðkoma almennings að eftirliti með ávinningi og áhættu lyfja

29.6.2016 Velferðarráðuneytið - Forsíða-STJR-Fréttir Aðkoma almennings að eftirliti með ávinningi og áhættu lyfja

Lyfjastofnun Evrópu hefur ákveðið að opna sérfræðinganefndarfundi um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja fyrir almenningi. Þátttaka í opnum fundum stendur öllum til boða og verða fundirnir auglýstir með fyrirvara á vef stofnunarinnar.

29.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi kynnt

Drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi hafa nú verið sett á vef ráðuneytisins til kynningar og athugasemda. Skýrslan verður hluti af úttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum. Óskað er eftir því að athugasemdir berist eigi síðar en sunnudaginn 10. júlí næstkomandi á netfangið mannrettindi@irr.is.

Tillögur að aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka kynntar fyrir ráðherra

29.6.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Fréttasafn Tillögur að aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka kynntar fyrir ráðherra

Starfshópur hefur skilað Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, tillögum að aðgerðum til að draga úr notkun plastpoka hér á landi. Ráðherra skipaði starfshópinn í lok janúar síðastliðinn með það að markmiði að hægt verði að draga úr notkun burðarplastpoka í áföngum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar með forsætisráðherra Svartfjallalands

29.6.2016 Forsætisráðuneyti - Fréttasafn Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar með forsætisráðherra Svartfjallalands

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með Milo Đukanović, forsætisráðherra Svartfjallalands, sem sækir Ísland heim í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því að stofnað var til sjálfstæðs ríkis Svartfjallalands. 

29.6.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Ákvörðun veiðigjaldsnefndar um veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017.

Veiðigjaldsnefnd hefur ákvarðað veiðigjald helstu nytjastofna á Íslandsmiðum fyrir næsta fiskveiðiár. Veiðigjaldanefnd er skipuð samkvæmt lögum 74/2012  fólki sem hefur þekkingu á sviði hagfræði, sjávarútvegsmála og reikningshalds.

Lífhagkerfisstefna 2016

29.6.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Lífhagkerfisstefna 2016

Á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur farið fram vinna við setningu stefnu um eflingu lífhagkerfisins á Íslandi.

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga 2016

29.6.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Álagning opinberra gjalda á einstaklinga 2016

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga sem færist nú fram um einn mánuð samkvæmt breytingu sem var lögfest í lok síðasta árs.  Álagningin 2016 tekur mið af tekjum einstaklinga árið 2015 og eignastöðu þeirra 31. desember 2015.

29.6.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Forsíða - STJR Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

Verkefnið, rafbílar - átak í innviðum, er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum

28.6.2016 Forsætisráðuneyti - Fréttasafn Ríkisstjórnin styrkir Evrópumót kvennalandsliða í golfi

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að veita 1,5 milljón króna af ráðstöfunarfé sínu til Golfsambands Íslands vegna Evrópumóts kvennalandsliða í golfi. 

Um 20 þúsund heimsóttu kosning.is á kjördag

27.6.2016 Innanríkisráðuneytið - ForsíðaSTJR-Fréttir Um 20 þúsund heimsóttu kosning.is á kjördag

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins, kosning.is, var mikið heimsóttur í aðdraganda forsetakosninganna og á kjördag, 25. júní. Alls komu ríflega 40.000 gestir inn á vefinn síðustu vikuna fyrir kosningar, þar af tæplega 20 þúsund á kjördag, samkvæmt talningu Google Analytics.