Fréttir frá ráðuneytunum

26.9.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Samningur undirritaður um stofnun listframhaldsskóla á sviði tónlistar

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Th. Árnason fyrir hönd Tónlistarskóla FÍH og Kjartan Óskarsson fyrir hönd Tónlistarskólans í Reykjavík undirrituðu í dag samning um stofnun listframhaldsskóla á sviði tónlistar.

26.9.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneyti Kosningavakning: lýðræðis- og kosningavitund ungmenna

Verkefninu Kosningavakning: #égkýs var ýtt úr vör í dag, en markmið þess er að efla lýðræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun. Samband íslenskra framhaldsskólanemenda (SÍF), Landssamband æskulýðsfélaga (LÆF) í samstarfi við innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samband íslenskra sveitarfélaga og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt umboðsmanni barna standa fyrir verkefninu.

Styrkja verkefni til að hvetja til aukinnar kosningaþátttöku ungs fólks

26.9.2016 Innanríkisráðuneytið Styrkja verkefni til að hvetja til aukinnar kosningaþátttöku ungs fólks

Innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga styrkja verkefnið Skuggakosningar sem Landssamband æskulýðsfélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir. Markmið verkefnisins er að hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í kjörklefanum í von um að kosningaþátttaka ungs fólks muni aukast.

Endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna minnst

26.9.2016 Utanríkisráðuneyti Endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna minnst

Utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Íslands minntust þess við athöfn í Höfða í dag að 25 ár eru liðin frá endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna en Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði þeirra.

Skrifað undir rammasamning við UNICEF í New York

26.9.2016 Utanríkisráðuneyti Skrifað undir rammasamning við UNICEF í New York

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Anthony Lake framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, formfestu samstarf íslenskra stjórnvalda og UNICEF með undirritun rammasamnings í höfuðstöðvum UNICEF.

Mikilvægi menntunar og baráttunnar fyrir bættu stjórnarfari og virðingu fyrir réttarríkinu

24.9.2016 Utanríkisráðuneyti Mikilvægi menntunar og baráttunnar fyrir bættu stjórnarfari og virðingu fyrir réttarríkinu

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerði menntun og baráttuna fyrir bættu stjórnarfari og virðingu fyrir réttarríkinu að meginefni ræðu sinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.

23.9.2016 Velferðarráðuneytið Heilbrigðisráðherra á aðalfundi Læknafélags Íslands

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fjallað um áherslur sínar og framgang þeirra verkefna sem hann setti í forgang þegar hann tók við embætti heilbrigðisráðherra árið 2013, á aðalfundi Læknafélags Íslands sem haldinn var í gær.

23.9.2016 Innanríkisráðuneytið Árétting frá innanríkisráðuneytinu

Vegna umræðu um afstöðu innanríkisráðuneytisins til tillagna nefndar um dómarastörf um birtingu upplýsinga um aukastörf dómara og eignarhluti dómara í félögum vill ráðuneytið árétta að ekki var lagst gegn tillögum nefndar um dómarastörf við gerð nýrra dómstólalaga og bendir á eftirfarandi:

Endurnýjanlegir orkugjafar og tengslin styrkt

22.9.2016 Utanríkisráðuneyti Endurnýjanlegir orkugjafar og tengslin styrkt

Möguleikinn á frekari nýtingu jarðvarma til húshitunar og raforkuvinnslu var umræðuefnið á fundi sem Ísland, Kenýa og IRENA, alþjóðastofnun um endurnýjanlega orkugjafa, stóðu fyrir í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í dag.

Samstarfssamningur sem miðar að útrýmingu hungurs

22.9.2016 Utanríkisráðuneyti Samstarfssamningur sem miðar að útrýmingu hungurs

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Ertharin Cousin, framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), undirrituðu í dag samning um framlög Íslands til verkefna WFP.

Leiðrétting á rangfærslum um lyfjamál

22.9.2016 Velferðarráðuneytið Leiðrétting á rangfærslum um lyfjamál

Hvorki velferðarráðuneytið né aðrir aðilar hér á landi veita fyrirtækjum einkaleyfi fyrir sölu á lyfjum, líkt og lækningaforstjóri SÁÁ heldur ranglega fram í frétt í Fréttablaðinu í dag í umfjöllun um verð á B1 vítamíni í sprautuformi. Lyfsala er háð ströngum reglum um markaðsleyfi sem stjórnvöld eru bundin af.

Vefsvæði fyrir alþingiskosningarnar 29. október opnað á kosning.is

22.9.2016 Innanríkisráðuneytið Vefsvæði fyrir alþingiskosningarnar 29. október opnað á kosning.is

Á vefnum kosning.is eru birtar fréttir og upplýsingar er varða undirbúning og framkvæmd alþingiskosninganna 29. október næstkomandi.

Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda samþykkt á Alþingi

22.9.2016 Velferðarráðuneytið Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu félags- og húsnæðismálaráðherra um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Þetta er fyrsta lögbundna framkvæmdaáætlunin í þessum málaflokki og er ætlað að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna.

Framlög og gjöld Jöfnunarsjóðs rúmur 41 milljarður króna árið 2015

21.9.2016 Innanríkisráðuneytið Framlög og gjöld Jöfnunarsjóðs rúmur 41 milljarður króna árið 2015

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fór fram í dag í Reykjavík og hófst með ávarpi Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þá var flutt skýrsla um starfsemi sjóðsins á síðasta ári og reikningar kynntir. Þá kynnti Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um styrkingu sveitarstjórnarstigsins, verkefnið staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga og Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi fjallaði um straumlínustjórnun.

Íslendingur kjörinn formaður stýrinefndar Evrópuráðsins um lyf og lyfjafræðilega þjónustu

21.9.2016 Velferðarráðuneytið Íslendingur kjörinn formaður stýrinefndar Evrópuráðsins um lyf og lyfjafræðilega þjónustu

Einar Magnússon, lyfjamálastjóri í velferðarráðuneytinu, var í gær kjörinn formaður stýrinefndar Evrópuráðsins um lyf og lyfjafræðilega þjónustu. Nefndin heyrir undir ráðherraráð Evrópuráðsins og starfar í nánum tengslum við Evrópustofnun um gæði lyfja og heilbriðgisþjónustu í Strassborg.

Málþing um verkefnastjórnsýslu

21.9.2016 Innanríkisráðuneytið Málþing um verkefnastjórnsýslu

Innanríkisráðuneytið stóð í dag fyrir málþingi undir heitinu: Markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Þar fjölluðu  sérfræðingar um verkefnastjórnsýslu þ.e. um undirbúning og verklag við opinberar framkvæmdir. Einnig var kynnt skýrslan Verkefnastjórnsýsla: Markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda en innanríkisráðherra skipaði seint á síðasta ári vinnuhóp til að kana hvernig háttað væri undirbúningi, kostnaðarmati og útboðum stærri verka.

21.9.2016 Forsætisráðuneyti Alþjóðleg ráðstefna um stjórnarskrárendurskoðun

Dagana 23.-24. september næstkomandi fer fram á Akureyri alþjóðleg og þverfagleg ráðstefna um stjórnarskrárendurskoðun. Ráðstefnan er haldin í samstarfi forsætisráðuneytis, stjórnarskrárnefndar og Háskólans á Akureyri. 

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst 22. september

21.9.2016 Utanríkisráðuneyti Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst 22. september

Hægt er að kjósa í sendiráðum, á aðalræðisskrifstofum og eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.

Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur af hálfu Íslands

21.9.2016 Velferðarráðuneytið Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks fullgiltur af hálfu Íslands

Félags- og húsnæðismálaráðherra segir ákvörðun Alþingis sem samþykkti einróma í gær að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks vera langþráðan áfanga og mikilvægt skref fyrir áframhaldandi vinnu við að bæta stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu.

Ráðgjöf fyrir flóttafólk í atvinnuleit

21.9.2016 Velferðarráðuneytið Ráðgjöf fyrir flóttafólk í atvinnuleit

Vinnumálastofnun hóf í byrjun árs að bjóða upp á markvissa þjónustu og ráðgjöf við flóttafólk í atvinnuleit. Er það gert vegna verulegrar fjölgunar flóttafólks sem fengið hefur stöðu sína viðurkennda eftir hælisleit hér á landi. Meiri hluti þeirra sem hafa nýtt sér þjónustuna er nú í fullu starfi.

21.9.2016 Innanríkisráðuneytið Skýrsla um verkefnastjórnsýslu komin út

Skýrslan Verkefnastjórnsýsla: Markviss notkun fjármuna til samgönguframkvæmda er komin út en hún fjallar um ýmsar hliðar verkefnastjórnsýslu og hvernig hugmyndafræði hennar nýtist við framkvæmdir. Skýrslan var kynnt á málþingi um verkefnastjórnsýslu sem innanríkisráðuneytið stendur að ásamt Háskólanum í Reykjavík.

Greining á þeim hópum sem búa við sára fátækt á Íslandi

21.9.2016 Velferðarráðuneytið Greining á þeim hópum sem búa við sára fátækt á Íslandi

Félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti ríkisstjórninni í gær greiningarskýrslu sem Hagstofa Íslands vann fyrir Velferðarvaktina og fjallar um þá sem búa við sára fátækt á Íslandi. Byggt var á skilgreiningu sem evrópska hagstofan Eurostat þróaði til að bregðast við vissum annmörkum tekjumælinga á fátækt.

Styrkir til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

21.9.2016 Velferðarráðuneytið Styrkir til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu árið 2016. Umsóknarfrestur er til kl. 12.00 á hádegi 12. október næstkomandi.

20.9.2016 Utanríkisráðuneyti Fullgilding samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks samþykkt samhljóða á Alþingi

Alþingi samþykkti í dag þingsályktunartillögu Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra um að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá ályktaði Alþingi jafnframt að valkvæður viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017.