Hoppa yfir valmynd

Starfsemi ráðuneytisins á árinu 2022

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu starfar öflugur hópur sem vinnur að afar fjölbreyttum verkefnum.

Málefnasviðin eru mörg, auk þess sem sjö stofnanir heyra undir ráðuneytið sem og úrskurðarnefnd velferðarmála.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Hann er enn fremur samstarfsráðherra Norðurlanda.

Hér verður stiklað á stóru varðandi helstu áhersluverkefni ráðherra sem unnið var að í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu árið 2022. Athugið að ekki er um að ræða tæmandi upptalningu á verkefnum ráðuneytisins.

Þingmál og fréttir

Alþingi samþykkti árið 2022 fjölmörg lagafrumvörp sem félags- og vinnumarkaðsráðherra mælti fyrir. Þingsályktunartillaga var þar að auki samþykkt.

 

Mest lesna frétt ráðuneytisins árið 2022 fjallaði um forstjóra í nýrri stofnun sem tók til starfa þann 1. janúar:


Sú grein ráðherra sem fór víðast fjallaði á hinn bóginn um ný lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem misst hafa barn.

 

 

Málefni fatlaðs fólks

Málefni fatlaðs fólks voru tekin föstum tökum á árinu. Ríkisstjórnin samþykkti að unnið yrði að gerð landsáætlunar um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Landsáætlunin er liður í lögfestingu samningsins sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Verkefnastjórn var skipuð og formleg vinna hófst við gerð landsáætlunarinnar. Fjölmargir vinnuhópar starfa með verkefnastjórninni og margir tugir einstaklinga tengjast þannig mótun áætlunarinnar með beinum hætti.

Margir aðrir áfangar náðust sömuleiðis á árinu í tengslum við málefni fatlaðs fólks:

 

Einnig má nefna að réttindagæsla fatlaðs fólks færðist inn í ráðuneytið um leið og Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tók til starfa. Sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr beitingu nauðungar við fatlað fólk hélt störfum sínum jafnframt áfram á árinu. 

 
 

Gott að eldast: Endurskoðun á þjónustu við eldra fólk

Aldurssamsetning þjóðarinnar breytist nú hratt. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta. Sú vegferð er nú hafin undir heitinu Gott að eldast.

Stjórnvöld taka þar utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti. Grunnhugsunin er sú að eldra fólk er ekki byrði á samfélaginu heldur hefur það ótvírætt virði. 

Góður gangur var í verkefninu árið 2022:

Aðgerðaáætlunin fór síðan í samráðsgátt stjórnvalda og hefur nú verið samþykkt á Alþingi. 

 

Innflytjendur og þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd

Ábyrgð á þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd færðist árið 2022 frá dómsmálaráðuneytinu og yfir til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Frá miðju sumri veitti Vinnumálastofnun fólkinu þannig þjónustu í stað Útlendingastofnunar. 

Mikil breyting varð á fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022. Umsækjendur voru ríflega fimm sinnum fleiri en árið á undan. Meirihluti þeirra var frá Úkraínu. 

Fjölmargir áfangar náðust árið 2022:

 
 

Málefni innflytjenda heyra að auki undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og á þeim vettvangi á viðamikil vinna sér nú stað. Þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2022-2025 var samþykkt á Alþingi vorið 2022 og yfirgripsmikil vinna hófst á árinu við mótun heildstæðrar stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks hér á landi. Félags- og hagsmunasamtök innflytjenda voru auk þess sérstaklega hvött til að sækja um í þróunarsjóð innflytjendamála.

 


Framhaldsfræðsla

Framhaldsfræðsla er hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem ætlað er að mæta þörfum fólks með stutta skólagöngu og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Innan framhaldsfræðslunnar er einnig leitast við að efla starfshæfni fólks og bæta stöðu þeirra sem standa ekki jafnfætis öðrum á vinnumarkaði, svo sem vegna skorts á íslenskukunnáttu.

Veigamiklir áfangar náðust á árinu tengdir framhaldsfræðslu:

Markmiðið er að til verði heildstætt kerfi í framhaldsfræðslu sem styrkir hana sem fimmtu stoð opinbera menntakerfisins hér á landi.

 

Allt hitt

 

Unnið var að fjölmörgum öðrum verkefnum í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu á árinu 2022. 

Örfá dæmi til viðbótar:

Yfirferð ársins 2022 er þá lokið. Starfsfólk félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins gengur hér bjartsýnt til móts við árið 2023!

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum