Hoppa yfir valmynd
17. júní 2024

Þjóðhátíðadagur Íslendinga 17. júní í Reykjvaík

Styttan af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli - mynd

Við skipulagningu á 17 júní hafa verkefnastjórar Reykjavíkurborgar lagt mikla  áhersla á að höfða til sem flestra hópa. Töluverð áhersla er tildæmis lögð á fjölmenningu en einnig er sérstaklega horft til þátttöku barna og ungs fólks. 

Fyrst má nefn að nýstúdentar leggja blómsveig við styttu Jóns Sigurðssonar og  ungskátar gegna stóru hlutverki allan daginn. Í aðdraganda 17. júní þá vinnum við þétt með Hinu húsinu og ungu fólki sem skipar skapandi listhópa og  götuleikhúsinu.

Á 17. júní ár hvert er haldin skrúðganga frá Hallgrímskirkju niður í Hljómskálagarð til að fagna þjóðhátíðardeginum. Skrúðgangan á 17. júní er hefðbundin og mikilvægur hluti af hátíðarhöldunum á þjóðhátíðardaginn. Þar leiðir lúðrasveitin skrúðgönguna og taka ýmsir aðilar þátt í að glæða hana lífi t.d. sirkuslistafólkið í Hringleik, Götuleikhúsið í Reykjavík, dansarar og margir fleiri. Svo sameinast íbúar borgarinnar göngunni og fylgja henni í Hljómskálagarðinn.

Skátar taka þátt í skrúðgöngunni og einnig hópar skapandi hópar hins hússins og götuleikhúss hins hússins. Þar  gefst ungu listafólki tækifæri til að koma list sinni á framfæri og svo útbýr götuleikhúsið sérstakt atriði fyrir þennan dag.

Í Hljómskálagarðinum er dagskrá allan daginn sem á sérstaklega að höfða til barna  og þar fara fram stórtónleikar þar sem fjölmargir ungir listamenn koma fram, meðal annars er hefð fyrir því að þar komi fram sigurvegarar Músíktilrauna það árið.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum