Hoppa yfir valmynd

03 Æðsta stjórnsýsla

Forsætisráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð forsætisráðherra. Það skiptist í þrjá málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Fjárhagsleg þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024

Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breytingar á ramma milli áranna 2023 og 2024

Heildargjöld málefnasviðs 03 Æðsta stjórnsýsla árið 2024 eru áætluð 2.718,5 m.kr. og lækka um 287,6 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023, eða sem svarar til 10,1%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum lækka útgjöldin um 136,9 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 4,8%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Gjöld ríkissjóðs.

Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu

03.10 Embætti forseta Íslands

Starfsemi málaflokksins er í höndum embættis forseta Íslands. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl. Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 363,2 m.kr. og lækkar um 12,6 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 23,9 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 12,6 m.kr.

03.20 Ríkisstjórn

Undir málaflokkinn falla laun ráðherra í ríkisstjórn og aðstoðarmanna þeirra. Liðurinn tekur breytingum í samræmi við fjölda ráðherra og aðstoðarmanna á hverjum tíma. Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 828 m.kr. og er óbreytt frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 48,8 m.kr.

03.30 Forsætisráðuneyti

Undir þennan málaflokk fellur aðalskrifstofa forsætisráðuneytisins og tengd verkefni sem ekki verða auðveldlega felld undir önnur málefnasvið og málaflokka. Margar áskoranir kalla á aukna og skilvirka samhæfingu innan Stjórnarráðsins og samstarf á vettvangi ráðherranefnda. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Gott siðferði í opinberri stjórnsýslu

Opið málþing og fræðsla um siðferði í opinberri stjórnsýslu.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

Fræðsluefni um siðferði og vandaða stjórnsýsluhætti verði þróað áfram.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

Alþjóðleg traustkönnun í samstarfi við OECD.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Aukin velsæld og sjálfbærni

Stefnumótun um sjálfbærni og innleiðing aðgerðaáætlunar.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

Áherslur í velsældarmálum endurskoðaðar og ný aðgerðaáætlun mótuð.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

Stöðumat verði unnið vegna fátæktar með áherslu á tiltekna viðkvæma hópa.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

Markmið 3: Auka skilning á fjölþættri mismunun í skilningi laga um jafna meðferð

Fræðsla til annarra ráðuneyta.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

Fræðslufundir til almennings og hagsmunahópa.

Forsætisráðuneyti

Innan ramma

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 1.527,3 m.kr. og lækkar um 275 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 78 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða. Umtalsverð lækkun er á fjárfestingarframlögum á milli ára eins og nánari grein er gerð fyrir hér á eftir.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins var aukin um 84 m.kr. vegna nýrra og aukinna verkefna.
  2. Gert er ráð fyrir að 600 m.kr. fjárfestingarframlagi vegna nýbyggingar við Stjórnar­ráðshúsið verði hliðrað til ársins 2025. Tillagan samanstendur af 400 m.kr. hliðrun sem lögð var til í fjármálaáætlun 2024–2028 og hliðrun um 200 m.kr. á milli ára sem er í samræmi við útfærslu á sérstakri útgjaldaráðstöfun í fjárlagafrumvarpi 2024.
  3. Fjárfestingarframlag málaflokksins lækkar um 169 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Í fyrsta lagi er 40 m.kr. framlag vegna innri endurgerða Þing­vallabæjar og í öðru lagi 129 m.kr. vegna endurgerðar Bessastaðakirkju.
  4. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 110 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Í fyrsta lagi er 10 m.kr. framlag vegna samhæfingar og stjórnunar innviðaátaks í kjölfar óveðurs í desember 2019. Í öðru lagi er 40 m.kr. framlag til verkefnisins Sjálfbært Ísland og í þriðja lagi 60 m.kr. framlag vegna minnisvarða um eldsumbrotin á Heimaey.
  5. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 701 m.kr.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum