Hoppa yfir valmynd
31. júlí 2018 Dómsmálaráðuneytið

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Dómsmálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög nýjum heildarlögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Frumvarpið hefur verið birt í Samráðsgátt og skal umsögnum skilað þar eigi síðar en 8. ágúst nk.

Frumvarpið er samið af starfshópi sem dómsmálaráðherra skipaði til innleiðingar á fjórðu peningaþvættistilskipun Evrópusambandsins (2015/849/EB) og valin ákvæði úr fimmtu peningaþvættistilskipun Evrópusambandsins (2018/843/EB). Fjórða peningaþvættistilskipunin tók gildi í Evrópusambandinu 27. júlí 2017 og verður tekin upp í EES-samninginn í október 2018. Tilskipunin er heildarendurskoðun á tilskipun 2005/60/EB með síðari breytingum um sama efni. Fimmta peningaþvættistilskipunin, sem var birt í stjórnartíðindum Evrópusambandsins þann 19. júní 2018, breytir nokkrum ákvæðum fjórðu tilskipunarinnar. Þótti tilefni til að taka einstök ákvæði hennar upp við þessa heildarendurskoðun á gildandi lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 64/2006. 

Þrátt fyrir að um heildarskoðun laganna sé að ræða byggja þau á grunni eldri laga. Meginefni laganna snýr að skyldu tilkynningarskyldra aðila til að framkvæma áreiðanleikakönnun, haga innra skipulagi með þeim hætti að þeim sé kleift að greina grunsamlegar færslur og tilkynna til skrifstofu fjármálagreiningu lögreglu allar grunsamlegar færslur eða viðskipti. 

Til að tryggja að einstök ákvæði frumvarpsins séu ekki of íþyngjandi fyrir litla tilkynningarskylda aðila sem stunda einsleita starfsemi er gert ráð fyrir því að tekið sé tillit til til stærðar, eðlis og umfangs tilkynningarskyldra aðila og margbreytileika starfseminnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum