Fréttir

Fréttir frá ráðuneytunum

Hér fyrir neðan eru nýjustu fréttir frá ráðuneytunum. Eldri fréttir eru á finna á vef hvers ráðuneytis fyrir sig. Fréttir eru flokkaðar eftir árum og eru þær elstu frá 1997.


50 síðustu fréttir frá ráðuneytunum

30.4.2016 Innanríkisráðuneytið Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar má hefjast í dag 30. apríl

Heimilt er að greiða atkvæði utan kjörfundar vegna kjörs forseta Íslands frá og með deginum í dag, 30. apríl, bæði innan lands og utan. Atkvæðagreiðslan fer fram á vegum sýslumanna um land allt en utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðsluna erlendis. Sýslumenn auglýsa hvar og hvenær atkvæðagreiðslan getur farið fram á þann hátt sem venja er að birta opinberar auglýsingar, sjá einnig nánari upplýsingar um afgreiðslutíma á vef sýslumanna, www.syslumenn.is

Lesa meira
 

29.4.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ráðherra vígir ofurtölvu á Veðurstofu Íslands

Ný ofurtölva sem Veðurstofa Íslands og danska veðurstofan (DMI) reka sameiginlega í húsnæði Veðurstofunnar við Bústaðarveg var formlega vígð á Veðurstofunni í gær.

Lesa meira
 

29.4.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Fjármálastefna og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera lagðar fram í fyrsta sinn

Fjármálastefna og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera til fimm ára, sem lagðar voru fram á Alþingi í dag, fela í sér að hægt verði á næstu árum að búa enn frekar í haginn fyrir komandi kynslóðir með því að greiða niður opinberar skuldir, draga úr álögum á fólk með lægri og sanngjarnari sköttum, byggja upp samfélagslega innviði og treysta til muna grunnþjónustu ríkisins með hækkun bóta, eflingu heilbrigðiskerfisins og auknum gæðum menntunar.

Lesa meira
 

29.4.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Leyfður heildarafli á rækju við Snæfellsnes 820 tonn

Nýlegur rannsóknarleiðangur Hafrannsóknastofnunar sýnir sterka stöðu rækjustofnsins við Snæfellsnes og mældist stofnvísitalan yfir meðallagi. Í ljósi þessa hefur heildarafli á rækju ákveðinn 820 tonn á komandi vertíð sem hefst 1. maí og er það í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Lesa meira
 

29.4.2016 Forsætisráðuneytið Starfshópur vegna skattaundanskota og skattaskjóla

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu fjármála- og efnahagsráðherra, að skipaður verði sérstakur starfshópur til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt.

Lesa meira
 

29.4.2016 Innanríkisráðuneytið Drög að reglugerð um flugvernd til umsagnar

Drög að reglugerð um flugvernd eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Þeir sem óska geta sent ráðuneytinu umsagnir til og með 13. maí næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira
 

29.4.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Starfshópur vegna skattaundanskota og skattaskjóla

Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun, að tillögu fjármála- og efnahagsráðherra, að skipaður verði sérstakur starfshópur til að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum eða verklagsreglum sem saman myndi aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt.

Lesa meira
 
Alþingishúsið

29.4.2016 Velferðarráðuneytið Alþingi samþykkir stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum

Tillaga heilbrigðisráðherra um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára var samþykkt á Alþingi í dag. Stefnan felur í sér framtíðarsýn og skilgreind markmið um bætta geðheilbrigðisþjónustu. Heildarkostnaður aðgerða við framkvæmd stefnunnar er áætlaður rúmar 560 milljónir króna.

Lesa meira
 
Reykjavík - Mynd: Johannes Jansson/norden.org

29.4.2016 Velferðarráðuneytið Samningur um rekstur sjúkrahótels í Ármúla framlengdur

Lokun sjúkrahótelsins í Ármúla í Reykjavík hefur verið frestað til 31. maí samkvæmt samkomulagi Sjúkratrygginga Íslands og Heilsumiðstöðvarinnar. Með þessu skapast aukið svigrúm til að finna þessari þjónustu farveg þar til nýtt sjúkrahótel verður opnað á næsta ári.

Lesa meira
 

29.4.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Árni Bragason skipaður í embætti landgræðslustjóra

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur skipað Árna Bragason í embætti landgræðslustjóra til næstu fimm ára.

Lesa meira
 
Hringborðsumræður um mannréttindamál

28.4.2016 Utanríkisráðuneytið Mannréttindi alþjóðleg og altæk

Mikilvægi virðingar fyrir mannréttindum og þáttur þeirra í utanríkisstefnu Íslands var umfjöllunarefni Lilju Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra, á alþjóðlegum hringborðsumræðum um mannréttindamál.

Lesa meira
 

28.4.2016 Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra með lokaávarp á ráðstefnu um samkeppnishæfni

Forsætisráðherra benti á það í ræðu sinni að það ætti ekki að koma neinum á óvart að Ísland væri á meðal fremstu þjóða þegar stuðst væri við mælikvarða sem mæla gæði samfélagsins almennt. 

Lesa meira
 
Frá fundi um umbætur í útlendingamálum

28.4.2016 Innanríkisráðuneytið Umbótaverkefni Útlendingastofnunar og Flóttamannastofnunar skila árangri

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Útlendingastofnun kynntu í vikunni niðurstöður og árangur umbótaverkefnis stofnananna sem hófst árið 2013. Markmið verkefnisins voru meðal annars að auka skilvirkni í úrlausn hælismála, stytta bið eftir niðurstöðu umsókna um hæli og bæta aðferðir við ákvarðanatöku og sýna niðurstöður skýrslunnar að það hefur gengið eftir. Flóttamannastofnunin hefur unnið sambærileg verkefni í samvinnu við yfirvöld í Svíþjóð, Eystrasaltslöndunum og víðar.

Lesa meira
 

28.4.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Gunnar Bragi ræddi málefni landbúnaðar og sjávarútvegs við framkvæmdastjóra Evrópusambandsins

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra átti í dag fundi með þeim Phil Hogan, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála og Karmenu Vella, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu.

Lesa meira
 
Fulltrúar EFTA-ríkjanna og Filippseyja

28.4.2016 Utanríkisráðuneytið Fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna og Filippseyja undirritaður

Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart EFTA, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd.

Lesa meira
 
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

28.4.2016 Utanríkisráðuneytið Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis vegna forsetakosninga má hefjast 30. apríl nk.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninga 25. júní 2016 má hefjast 30. apríl og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber meðfylgjandi lista.

Lesa meira
 

28.4.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Gunnar Bragi fundaði með sjávarútvegsráðherrum Kanada og Noregs

Samstarf á sviði sjávarútvegs og mikilvægi góðrar umgengni og sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum voru meginatriðin á fundum Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með Per Sandberg sjávarútvegsráðherra Noregs og Hunter Tootoo sjávarútvegsráðherra Kanada.

Lesa meira
 
Lilja Alfreðsdóttir

27.4.2016 Utanríkisráðuneytið Aukið mikilvægi jarðhita í orkubúskap heimsins

Framlag Íslands til sjálfbærrar orkunýtingar var meðal þess sem Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, ræddi í opnunarerindi  á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu, Iceland Geothermal Conference.

Lesa meira
 

27.4.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Lindarhvoll ehf. tekur til starfa

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, á grundvelli  breytinga sem Alþingi gerði í mars sl. á lögum um Seðlabanka Íslands, sett á stofn félagið Lindarhvol ehf. og skipað því stjórn.

Lesa meira
 
11-Menningarstefna-ath

27.4.2016 Mennta- og menningarmálaráðuneytið Úthutun úr safnasjóði 2016

Styrkjum var úthlutað til 93 verkefna, samtals að fjárhæð108,4 millj. kr.

Lesa meira
 

27.4.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Vegna ranghermis í tengslum við einkahlutafélag sem fer með stöðugleikaeignir

Vegna ranghermis í fréttum í tengslum við einkahlutafélag sem annast skal umsýslu og fullnustu stöðugleikaeigna, tekur fjármála- og efnahagsráðuneytið fram, að fjármálaráðherra gegnir ekki stjórnarformennsku í félaginu.

Lesa meira
 

27.4.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ný reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.  Markmið reglugerðarinnar er að vernda um­hverfið og heilsu fólks með því að koma í veg fyrir mengun af sinubrennu, öðrum gróðureldum og meðferð elds á víðavangi. Þá er einnig markmið reglugerðarinnar að tryggja öryggi og vernd lífs og eigna.

Lesa meira
 

26.4.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Til umsagnar: Reglugerð um skráningu afurðarheita

Lög um vernd afurðarheita voru samþykkt á Alþingi á haustþingi. Samkvæmt þeim geta framleiðendur sótt um sérstaka vernd fyrir afurðir sínar sem framleiddar eru á tilteknu svæði eða eftir tiltekinni framleiðsluaðferð. Meðfylgjandi eru drög að reglugerð þar sem mælt er fyrir um nánari útfærslu laganna. Athugasemdir skulu berast fyrir 11. maí. 

Lesa meira
 

26.4.2016 Innanríkisráðuneytið Lagafrumvarp um breytingar á námi lögreglumanna samþykkt í ríkisstjórn

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á lögreglulögum sem snúast um nýja skipan á námi lögreglumanna. Frumvarpið fer nú til umfjöllunar hjá þingflokkum stjórnarflokkanna.

Lesa meira
 

26.4.2016 Forsætisráðuneytið Starfshópur fjalli um ákvörðun ESA varðandi ríkisaðstoð við orkufyrirtæki

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að setja á fót starfshóp fjögurra ráðuneyta undir forystu forsætisráðuneytisins til að undirbúa viðbrögð við nýlegri ákvörðun Eftirlitsstofnunar Efta (ESA) er varðar nýtingu náttúruauðlinda í þágu rafmagnsframleiðslu.

Lesa meira
 

26.4.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Um 72 milljarða króna aukning á tekjum ríkissjóðs á árinu 2016 í uppfærðri tekjuáætlun

Tekjur ríkissjóðs á árinu 2016 aukast í heild um tæpa 72 milljarða króna frá fjárlögum ársins samkvæmt uppfærðri tekjuáætlun sem gerð var í tengslum við útgáfu ríkisfjármálaáætlunar (voráætlunar) fyrir árin 2017–2021.

Lesa meira
 

26.4.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Fyrirkomulag strandveiða 2016

Aukning verður á veiðiheimildum á svæðum A og B fyrir strandveiðibáta á strandveiðitímabilinu sem hefst 2. maí og stendur til 31. ágúst 2016. Önnur ákvæði um veiðisvæði, veiðidaga, hámarksafla á dag og fjölda handfærarúlla verða óbreytt frá fyrri árum.

Lesa meira
 

26.4.2016 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðuneytið felur Flóttamannastofnun SÞ að ráðstafa 300 milljónum

Alls mun ráðuneytið úthluta hálfum milljarði árið 2016 til aðstoðar við flóttamenn frá Sýrlandi á vettvangi.

Lesa meira
 

26.4.2016 Innanríkisráðuneytið Hugað verði að endurskoðun laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu

Þriggja manna nefnd sem innanríkisráðherra skipaði í júlí 2014 til að endurskoða svokallað kirkjugarðasamkomulag skilaði nýverið skýrslu sinni til ráðherra. Meðal niðurstaðna nefndarinnar er að huga þurfi að endurskoðun laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

Lesa meira
 
Kristján Þór heilbrigðisráðherra ásamt Páli Matthíassyni forstjóra Landspítala

25.4.2016 Velferðarráðuneytið Stígandi í uppbyggingu Landspítala við Hringbraut

Heilbrigðisráðherra sagði stefna í stórtíðindi varðandi uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í ávarpi sínu á ársfundi Landspítala í dag. Þar vísaði hann í fimm ára fjármálaáætlun ríkisins sem verður kynnt á næstu dögum en þar er í fyrsta sinn áætlað fyrir milljarða framkvæmdum vegna meðferðarkjarna nýs spítala.

Lesa meira
 

25.4.2016 Utanríkisráðuneytið Frestur fyrir styrkumsóknir vegna þróunarsamvinnuverkefna er til 1. júní

 Við úthlutun styrkja er farið eftir verklagsreglum utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök sem teknar voru upp á síðasta ári.

Lesa meira
 

25.4.2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Gunnar Bragi fer á sjávarútvegssýninguna í Brussel

Gunnar Bragi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun í vikunni sækja sjávarútvegssýningarnar í Brussel. Á fjórða tug íslenskra fyrirtækja kynna afurðir sínar, vörur og tæknilausnir á þessum mikilvægu sjávarútvegssýningum. Í ferðinni mun Gunnar Bragi jafnframt eiga fundi með sjávarútvegsráðherrum Noregs og Kanada sem og sjávarútvegs- og landbúnaðarstjórum Evrópusambandsins.

Lesa meira
 

25.4.2016 Innanríkisráðuneytið Ísland og Bandaríkin undirbúa nýjan samning um gagnkvæma viðurkenningu á vottun flugvéla

Fulltrúar íslenskra samgönguyfirvalda áttu í síðustu viku fund í Washington með fulltrúum utanríkisþjónustu og Flugmálastjórnar Bandaríkjanna. Tvíhliða BASA-samningur milli Íslands og Bandaríkjanna um gagnkvæma viðurkenningu á vottun flugvéla og búnaðar hefur verið í gildi frá árinu 2009 en ekki hefur verið gengið frá þeim hluta hans sem snýr að verklagi við vottun búnaðar. Tilefni fundarins var ósk Íslands um að ljúka gerð BASA samningsins og útfæra viðauka hans um verklag við gagnkvæma viðurkenningu á vottun um lofthæfi flugvéla og búnaðar í flugvélar.

Lesa meira
 
ESMAP fundur

25.4.2016 Utanríkisráðuneytið Aukin notkun jarðhita stuðlar að hagkvæmri orkuframleiðslu

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra setti í morgun fund Orkuráðgjafadeildar Alþjóðabankans (ESMAP) um nýtingu jarðhita sem haldinn er í aðdraganda alþjóðlegrar ráðstefnu í Hörpu í vikunni.

Lesa meira
 

25.4.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Viðurkenningar veittar á Degi umhverfisins

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti ÁTVR í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar Eystri og Dalvíkurskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Lesa meira
 

24.4.2016 Innanríkisráðuneytið Árétting vegna umfjöllunar um Dýrafjarðargöng

Að gefnu tilefni vill innanríkisráðuneytið upplýsa eftirfarandi um undirbúning framkvæmdar við Dýrafjarðargöng. 

Lesa meira
 

22.4.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Ráðherra undirritar Parísarsamninginn

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra undirritaði í dag Parísarsamninginn um aðgerðir í loftslagsmálum fyrir Íslands hönd við athöfn í New York. Í ávarpi í tilefni undirritunarinnar sagði ráðherra að Ísland ynni að því að framkvæma markmið samningsins, m.a. með aðgerðum á sviði samgangna, fiskveiða og landbúnaðar, auk kolefnisbindingar með skógrækt og landgræðslu.

Lesa meira
 

22.4.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrir janúar-febrúar 2016

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar - febrúar 2016 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 12,1 ma.kr. samanborið við 46,3 ma.kr. 2015

Lesa meira
 

22.4.2016 Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðherra styrkir neyðaraðstoð við börn í Ekvador

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að bregðast við neyðarbeiðni frá stjórnvöldum í Ekvador eftir jarðskjálftann í síðustu viku með því að verja tæplega 13 milljónum króna í neyðaraðstoð við börn.

Lesa meira
 
Íslenski fáninn

22.4.2016 Forsætisráðuneytið Heimilt að merkja íslenskar vörur með íslenska þjóðfánanum

Alþingi hefur samþykkt frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Samkvæmt lögunum er nú heimilt, án sérstaks leyfis, að merkja íslenskar vörur með íslenska þjóðfánanum. 

Lesa meira
 

22.4.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Heimsmarkmiðum SÞ verði hrint í framkvæmd

Átak gegn matarsóun, loftslagsvæn orka, landgræðsla og barátta fyrir jafnrétti kynjanna eru meðal áherslumála Íslands við að hrinda í framkvæmd Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra nefndi þetta í ávarpi sínu í gær fyrir Íslands hönd á sérstökum ráðherrafundi um markmiðin í New York.

Lesa meira
 
Utanríkisráðherrar Eistlands, Íslands og Svíþjóðar

22.4.2016 Utanríkisráðuneytið Öryggismál í Evrópu rædd í Lettlandi

Samskiptin við Rússland, flóttamannastraumurinn í Evrópu, orkuöryggi, hryðjuverk og aðrar öryggisógnir voru á meðal umræðuefna utanríkisráðherrafundar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegrad-ríkjanna sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra tók þátt í og lauk fyrir stundu. Fundurinn fór fram í Lettlandi. 

Lesa meira
 

20.4.2016 Innanríkisráðuneytið Skýrsla ríkislögreglustjóra til innanríkisráðherra um mat á Schengen-samstarfinu

Innanríkisráðherra óskaði í desember síðastliðnum eftir matsskýrslu ríkislögreglustjóra vegna Schengen samstarfsins. Skýrslan barst ráðherra í dag og kemur þar meðal annars fram að fjölgun ferðamanna, hælisleitenda og flóttamanna kalli á viðbrögð af hálfu stjórnvalda og löggæslunnar. Einnig að áframhaldandi þátttaka í Schengen-samstarfinu kalli á ýmsar úrbætur á sviði öryggismála í samræmi við ákvæði Schengen-samningsins svo sem bætta eftirfylgni með útgefnum dvalarleyfum og farþegalistagreiningu.

Lesa meira
 
Fulltrúar sveitarfélaga, fjarskiptasjóðs og innanríkisráðherra skrifuðu undir samning um ljósleiðaraverkefni í dag.

20.4.2016 Innanríkisráðuneytið Fjórtán sveitarfélög fá 450 milljóna króna styrk til ljóðsleiðaravæðingar

Fulltrúar fjarskiptasjóðs, nokkrra sveitarfélaga og innanríkisráðherra skrifuðu í dag undir samninga um styrki fjarskiptasjóðs fyrir uppbyggingu ljósleiðara í sveitarfélögunum til að efla fjarskiptasamband í dreifðum byggðum sem markaðurinn sinnir ekki. Alls fá 14 sveitarfélög styrki að þessu sinni til að tengja um 900 staði með ljósleiðara og um 200 staði með ídráttarröri fyrir ljósleiðara. Styrkur ríkisins er alls 450 milljónir króna. Meðal kostnaður ríkisins á hvern stað eru rúmar 400 þúsund krónur.

Lesa meira
 

20.4.2016 Utanríkisráðuneytið Atlantshafsbandalagið og Rússland koma saman til fundar

Ráðið hefur ekki komið ekki fundað í hartnær tvö ár vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu. Rætt var um átökin þar og framkvæmd Minsk-samkomulagsins, aðgerðir til draga úr spennu og auka gagnsæi á hernaðarsviðinu og þróun öryggismála í Afganistan.

Lesa meira
 

20.4.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Unnið að markmiðum Parísar-samkomulagsins

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra fer til New York í dag til að skrifa undir Parísarsamkomulagið um loftslagsmál fyrir Íslands hönd. Hún mun einnig taka þátt í ráðherrafundi um sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem er haldinn samhliða undirskriftarathöfninni.

Lesa meira
 

20.4.2016 Utanríkisráðuneytið Gerð tvísköttunarsamnings við Liechtenstein

Samningurinn nær til tekju- og eignaskatta og samningsdrögin byggja í aðalatriðum á samningsfyrirmynd Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD).

Lesa meira
 
Vinnumál

20.4.2016 Velferðarráðuneytið Ásættanlegt eftirlit með starfsemi Vinnueftirlitsins að mati Ríkisendurskoðunar

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu þar sem fylgt er eftir ábendingum stofnunarinnar frá árinu 2013 varðandi eftirlit með starfsemi og árangri Vinnueftirlits ríkisins. Ríkisendurskoðun telur ekki þörf á að ítreka ábendingar sínar.

Lesa meira
 

20.4.2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið Gerð tvísköttunarsamnings við Liechtenstein

Tekist hefur samkomulag milli Íslands og Liechtenstein um gerð tvísköttunarsamnings milli ríkjanna. Voru samningsdrög árituð af formönnum samninganefndanna í lok fundar sem nýlega var haldinn í Vaduz í Liechtenstein.

Lesa meira
 

19.4.2016 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Samkomulag um loftslagsvænni landbúnað

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands undirrituðu í dag samkomulag um gerð vegvísis um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði.

Lesa meira